Feðgaferð að ljúka

     Við vöknuðum snemma í Pisa, báðir tveir, skráðum okkur út og héldum innar í bæinn til að skoða turninn fræga.  Við lögðum í gott stæði sem við fundum grunlausir um að þarna myndum við fá okkar fyrstu ítölsku stöðumælasekt.  Þarna stóð hann teinréttur en að vísu á ská upp í loftið, miklu stærri en við höfðum gert okkur í hugarlund.  Búið að eyða í hann mörgum milljónahundruðum svo hann félli ekki, rétta hann örlítið við en það var þó ekki hægt að sjá það.  Hann var bara mjög skakkur.  Hinir túristarnir höfðu greinilega líka vaknað snemma því þarna voru fleiri hundruð að skoða hann.  Eins og svo oft áður í ferðinni var bankað í öxlina á mér í miðjum hughrifum og þá fannst vininum nóg komið af glápi og réttast að halda förinni áfram.  Við ætluðum að keyra til Rómar í dag laugardag og eyða sunnudeginum í Róm, skoða Páfann og taka því rólega.  Við völdum því hraðbrautir, aðra í gegnum Flórens og hina niður til Rómar svo aksturinn tæki sem stystan tíma.  Ég bauð honum að eyða hluta af deginum í Flórens en þangað hef ég komið áður en hann vildi bara fara beint til Rómar.

     Við áttum notalega stund um kvöldið í miklum samræðum um fortíð og framtíð í miklum hita, líklega einum mesta hita ferðarinnar.  Við urðum að keyra loftkælinguna alla nóttina í bílnum en það höfðum við ekki þurft að gera áður. 

     Róm tók á móti okkur að morgni og lág leiðin beint upp í Vatikanið og inn á Péturstorg.  Við eyddum þarna nokkrum tímum og síðan var rölt niður í bæ og þvælst um fram eftir degi.  Því næst þrifum við bílinn hátt og lágt því kl 9 í fyrramálið skilum við honum og höldum beint út á flugvöll.  Við ætluðum að fara snemma að sofa en ákváðum svo fyrr í kvöld að keyra niður í miðborg og rölta þar um.  Mikill mannfjöldi vara það, búið að lýsa upp fornar byggingar og götusölumenn á hverju strái.  Búið að slá upp sölutjöldum og mikil stemmning.  Við vorum því þreyttir þegar við keyrðum í átt að þeim stað þar sem við eigum að afhenda bílinn á morgun en við rúlluðum inn á bílastæði ekki langt frá og ætlum að vera þar í nótt.

     Það er komin tilhlökkun í okkur báða að koma heim, sofa í rúmunum okkar og sjá kútinn okkar, borða lasagnað okkar og spagettíið en eldri kúturinn segir að vonbrigði ferðarinnar sé hin ítalska matargerð.   Hann gefur lítið fyrir hana og segist hlakka til að koma heim og panta almennilega pizzu.  Ég tek nú ekki undir þetta en það er þó ljóst að heima er best.  Þótt þetta hafi verið skemmtileg ferð um Ítalíu hefur hún líka tekið á og við orðnir þreyttir á þvælingnum.  Við erum búnir að koma til fimm ríkja í þessari ferð okkar og geri aðrir betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já geri aðrir betur

Jónína Dúadóttir, 27.6.2008 kl. 07:35

2 Smámynd: Rebbý

gangi ykkur vel í fluginu ... takk fyrir lýsingarnar, sérstaklega frá Ítalíu því mig dreymir um að koma þangað.

Rebbý, 27.6.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Ein-stök

Pizzurnar verða betri eftir því sem nær dregur Napólí (þar sem pizzan fæddist) en þar eru þær algjört æði  Yndislegt að lesa lýsingarnar þínar undanfarna daga. Ég hef verið á flestum þessum stöðum áður og lifi mig inn í stemninguna af heilum hug  Skil vel að þig hafi langað til Flórens. Þar hélt ég einu sinni ógleymanlega upp á Þjóðhátíðardag Íslendinga. Yndisleg borg  Hvernig er annars staðan í dag með skakka turninn.. má ekki fara upp í hann lengur? Góða heimferð

Ein-stök, 28.6.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Velkomnir heim feðgar... Takk fyrir að deila ferðasögunni

Linda Lea Bogadóttir, 30.6.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband