30.6.2008 | 13:14
Spurning um að koma úr bloggskápnum?
Þá erum við feðgar komnir á klakann sem reyndar var ekki svo mikill klaki eftir allt saman. Veðrið þarna úti lék svo sem ekkert við okkur en síðustu dagarnir voru svo heitir að við þráðum svalann aftur. Það var gott að opna útidyrahurðina og rölta inn í hreiðrið sem hafði ekkert breyst frá því við vorum hérna síðast. Það var þrifið áður en við fórum og ekkert 10 cm ryklag yfir öllu eða ló á stærð við meðalstóra heimilisketti eins og ég hafði reiknað með eftir svo langa ferð. Kúturinn kastaði sér í rúmið sitt og stormaði svo fram í eldhús þar sem sá gamli var kominn með á könnuna og stakk upp á að við pöntuðum okkur ÍSLENSKA pizzu. Er ekki í lagi með þig. Þú mátt panta vinur en ég ætla bara að fá mér kaffi.
Daginn eftir náði ég svo í litla kútinn á leikskólann eftir vinnu og ég neita því ekki að það var svolítill beygur í mér eftir svona langa fjarveru frá honum. Mér var búið að detta það í hug að láta Ungu konuna sækja hann og koma með hann heim en hún gat það ekki svo þetta varð bara að vera svona. Ég var ákveðinn í að gefa honum góðan tíma á útisvæðinu til að venjast aðstæðum en sá litli þurfti sko ekkert svoleiðis kjaftæði. Hann hrópaði pabbi, upp yfir sig eins og hann gerir alltaf þegar ég næ í hann en hljóp svo í burtu eins og hann gerir líka svo oft og vill láta elta sig og síðan kom skoðunarferð um völlinn eins og ég væri túristi. Þegar út í bíl var komið var það brói sem hann vildi hitta og við stormuðum heim til sameiningar þriggja gullfallegra kúta á misjöfnum aldri. Lífið er yndislegt.
Ég átti nú von á því að bloggvinir mínir myndu í hópum koma heim á lóð á meðan ég var úti, mála grindverkið, klippa runna og slá lóðina en það rættist ekki. Skildi það haldast í hendur við það að vera nafnlaus bloggari? Ég veit það ekki en grunar það samt. Spurning um að koma úr bloggskápnum? Nei, það væri ólíklegt því kæmi ég úr honum færi einlægnin upp í efriskáp og úr skúffuni kæmi coolið sem gæti verið talsvert frábrugðið, að minnsta kosti fljótt á litið. Ég hef hinsvegar ákveðið að setja inn nokkrar myndir úr ferðinni og vona að ég hafi tíma til þess í vikunni. Síðan er ég byrjaður að lesa bloggfærslur bloggvina langt aftur í tímann því svona vanræksla er vart líðandi.
Hef farið víða í dag og sporin leyna sér ekki. Hey, ég er þessi á stuttermabolnum með sólgleraugun!
Njótið einhvers.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkominn heim minn kæri og fyrirgefðu að ég skyldi ekki mála grindverkið og slá lóðina og og .... Ég hef mér til afsökunar að ég er afskaplega sérhlífin, einstaklega eigingjörn og með afbrigðum húðlöt... eða þá bara að ég hef ekki glóru um hvar þú átt heimaGaman að skjá þig aftur á íslenskri grund, þá þarf ég ekki að öfunda þig eins mikið
Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 13:51
Velkominn heim :)
Ragga (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 13:57
velkomin heim aftur og til lukku með sameining þrímenninganna á ný en endilega vertu nafnlaus áfram .. við elskum einlægnina hjá þér
Rebbý, 30.6.2008 kl. 18:34
Velkominn heim og takk fyrir allar ferðalýsingarnar. Yndisleg lýsing af endurfundum ykkar feðga.
Ein-stök, 30.6.2008 kl. 20:12
Velkomnir heim!
alva (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:12
Segi það bara aftur... velkomnir heim feðgar.
Já ég hefði sko notað sumarfríið mitt í að mála hjá þér grindverkið hehe
Linda Lea Bogadóttir, 30.6.2008 kl. 21:46
Indisleg ferðasaga.
En það er jú alltaf gott að koma heim. Hefði sko alveg getað slett á grindverkið hjá þér en garðurinn er meira svona ekki mitt nema að klippa runnana.
Knús og klemm úr sveitinni.
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:15
Takk, kæru vinir. Maður heldur alltaf að allt breytist á meðan maður er ekki á staðnum en það er eins og allt hafi staðið í stað. Meira að segja hversdagsleikinn og einmanaleikinn voru sjálfum sér líkir.
Er ekki kominn tími á rigningu?
Júdas, 1.7.2008 kl. 07:58
Já þú ert kominn heim, vertu velkominn. Vonandi að hugsanir um hversdags-og einmanaleika víki fyrir ilmi af fallegu íslensku sumri með mildum úða. Megi þér líða sem best Júdas.
Anna, 1.7.2008 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.