Ég ætla að bíða

Eftir einmanalegt kútalaust kvöld en svefnsama draumlausa nótt, reis ég úthvíldur úr rekkju.  Hélt áfram að lesa færslur bloggvina yfir ljúfum bolla. 

Hversdagurinn er samur við sig og bið án beiskju heldur áfram. 

Séra Svavar Alfreð hitti naglann á höfuðið með gríðarlega góðri bloggfærslu sem sannfærði mig um það að bið sé vinna í góðri trú.  Bið krefst einbeitingar, bið krefst aðgæslu, bið krefst „vöku“,  bið krefst trausts þess sem bíður.  Bið er ekki endilega merki um uppgjöf og getur gefið af sér uppfyllingu vona og drauma.

Ég veit ekki með ykkur en ég ætla að bíða áfram.

 

Biðstaða þykir mörgum afleit og óþægileg stelling.

Þegar beðið er gerist ekkert. Tíminn líður. Við aðhöfumst ekkert.

Engu að síður er mikilvægt að kunna að bíða. Almennileg bið er ekki tómt aðgerðarleysi heldur krefst einbeitingar. Sá sem bíður þarf að halda vöku sinni.

Þegar við bíðum, bíðum við þess sem koma skal. Bið er undirbúningur fyrir framtíð. Við sjáum ekki inn í hana en getum verið tilbúin fyrir hana þegar hún kemur ef við kunnum að bíða.

Séum við tilbúin fyrir framtíðina en látum hana ekki koma okkur gjörsamlega í opna skjöldu höfum við gert það sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á það ókomna hvernig sem það verður.

Bið er líka traust. Sá sem bíður leggur árar sínar í bát. Hættir að hamast á hafinu. Reynir ekki að troða sér fram fyrir þann sem er á undan í röðinni. Treystir því að röðin komi að sér. Treystir því að biðin beri árangur.

Bið er vinna í þeirri trú að ekki sé til einskis beðið.

http://svavaralfred.blog.is/blog/svavaralfred/entry/581038

 

 

 

Ég hélt eldinum lifandi

í von um að þú kæmir

 

Nú er áliðið

og margir farnir hjá

 

Ég vaki meðan lifir í glóðinni

 

Þóra Jónsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Sumir bíða ekki ... ekki endalaust alla vega.
En þessi orð um biðina hans Svavars snertu mig... hann hefur rétt fyrir sér á margan hátt.
Mér finnst hins vegar að maður eigi ekki að setja líf sitt á "hold" og bíð eftir því að eitthvað gerist... því þá gerist ekkert. 

Njóttu dagsins ljúfi

Linda Lea Bogadóttir, 1.7.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vel og fallega orðað hjá Svavari. En ég tek undir með Lindu Leu, það gerist ekkert á meðan við bara bíðum.... en þurfum samt stundum að gera það

Njóttu dagsins minn kæri og gerðu bara það sem þú telur vera rétt og gott, hér eftir sem hingað til, það virkar best

Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 09:30

3 identicon

Gott að lesa um vel heppnaða ferð ykkar feðga.  Tek undir orð séra Svavars þegar hann segir að við verðum að treysta því að röðin komi að okkur, góð orð og eiga erindi við undirritaða .

Have a nice one...

Salka (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Brattur

... sammála... það getur oft verið gott að bíða eftir rétta augnablikinu... en við verðum svo grípa það þegar það kemur... ef við á annað borð áttum okkur á því að það augnablik sé það rétta...

Brattur, 1.7.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband