2.7.2008 | 11:16
Sjónvarpskrísur
Þá er komið að því. Ferð í Þorpið með kútinn. Ég ætlaði að fara í byrjun þessarar viku en hef bara ekki nennt því og strax kominn miðvikudagur. Það truflaði mig reyndar að sjónvarpið sem er heimilistæki aftarlega í áhersluröðinni gaf upp öndina og er allt í einu komið ofar á listann en mig óraði. Fyrir mörgum árum keypti ég 28 tæki og ákvað að taka það ódýrasta sem ég fann. Á svipuðum tíma keypti ég mér ferðatölvu sem var fimm sinnum dýrari og það fannst mér bara eðlileg þá og finnst það enn. Ég reikna með að áhersluröðin sé eitthvað í þessa áttina hjá mér; tölvan, ryksugan, þvottavélin, uppþvottavélin, kaffivélin, útvarpið.......................og margt annað áður en það kemur að sjónvarpi og hljómflutningstækjum. Sjónvarpið gengur þó stundum þótt ekki sé beint verið að horfa á það, unglingurinn kastar sér í sófann og horfir á einn og einn þátt, gamli horfir á fréttir og litli kútur á barnaefni en þó mjög sjaldan. Enginn okkar er þannig gíraður að ekki megi missa af einhverju eða beðið eftir einhverjum þáttum með tilhlökkun. Venjulega er unglingurinn búinn að sjá þetta á netinu og ég get alveg eins séð fréttirnar í tölvunni inni í eldhúsi yfir bolla eins og að rjúka inn í stofu. Litli kútur hefur setið með okkur á stofugólfinu í þessu sjónvarpsleysi og kubbað út í það óendanlega og pottþétt að þarna er á ferðinni enn af arkitektum framtíðarinnar að minnsta kosti í Lego-landi. Sjónvarpstækið var búið að standa sig vel þessi átta ár og það eina sem hafði versnað fyrir utan sjónina í mér var það hversu lengi það var að kveikja á sér. Þar sem ég er dálítið eldhræddur var það alltaf tekið úr sambandi eftir notkun og ég ímyndaði mér að það væri kannski hálfnað með líftímann og komið á breytingarskeiðið margumtalaða.
Ég fór á ferðina á mánudag og í gær til að skoða sjónvarpstæki og gekk inn í þvílíku flóruna. Það eina sem ég er með á hreinu er það að ég vil það ekki minna en 32 og vil ekki borga fyrir meira en samviska mín leyfir fyrir tæki með lítið nota og áherslugildi. Yfir mig rigndi upplýsingum og tölum sem margur sölumaðurinn gat varla útskýrt fyrir mér. Þegar ég horfði á sjónvarpsveggina hjá þeim fannst mér öll þessi sjónvörp ágæt og ekkert þeirra áberandi betra en annað þótt verðmunurinn gæti hlaupið á hundruðum þúsunda. Það reyndist mér vel að spyrja þá hvernig sjónvarp þeir ættu sjálfir og afhverju þeir hefðu valið þau. Ég fékk í mögum tilfellum raunhæf og skemmtileg svör og í einni búðinni byrjaði sá sem tók á móti mér á því að afsaka það að hann væri bara viðgerðarmaður og væri að leysa af í kaffi. Frábært, þú ert maðurinn sem ég þurfti í þetta! Þar fékk ég bestu útskýringarnar og mestu fagmennskuna. Sum sjónvörpin voru svo góð að þau voru langt á undan gæðum í útsendingum og endingartíminn 20-30 ár en ég er ekki viss um að ég nenni að eiga sama sjónvarpið í svo langan tíma enda væru þau líklega orðin talsvert á eftir að þeim tíma liðnum eða þá að hafa möguleika sem ekki nýtast mér. Upplausn, litir, skerpa, birta , viðbragðstími ofl, vafrað á netinu og verð borin saman. Þvílík tímasóun og það í fríi. 32, 37, 40 og 42.................óþolandi. Og enn ekki búinn að ákveða þetta. Vona að það verði í dag.
Það sem kemur mér mest á óvart í þessu er að þessar fáu stundir sem sjónvarpið var í notkun virðast allt í einu orðnar svo mikilvægar. Þögnin sem það fyllti upp í og afþreyingin sinnum þrír þótt viðveran við það væri ekki löng í hvert skipti virðist skipta máli. Ég ætla þó ekki að færa það ofar á forgangslistann eða bruðla í það of stórum fjárhæðum en það verður samt að vera til taks á þessu heimili okkar kúta og ljóst að það gengur fyrir ferðina í Þorpið svo henni verður frestað í nokkra klukkutíma eða daga eftir þörfinni.
Ég skellti inn nokkrum myndum í gær í svolítilli óvissu um það hvort rétt væri að birta þær en lét svo tilleiðast.
Njótið dagsins og rigningarinnar.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar myndir og verulega skemmtileg myndefniSko ég sef ekkert betur fyrir framan sjónvarpið okkar þó það sé miklu dýrara en það gamla og stærra líka Og með hinum og þessum möguleikum sem ég hvorki skil né kem nokkurtímann til með að nota mér..... ég kveiki, horfi, sofna, vakna, slekk
Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 14:04
takk fyrir myndasýninguna .... örugglega margar í viðbótar þess virði að sjá en það má ekki gleyma leyndinni
verð að vera sammála þér með að sjónvarpið verður að vera til ... sjónvarpið hjá mér er oft í gangi þó ég sjái ekki margt í því, en það er svo gott að sofna yfir því
Rebbý, 2.7.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.