11.7.2008 | 08:04
Vopnaðir penslum
Við feðgar eldri ruddumst út vopnaðir penslum og máluðum okkur inn í fegurð umhverfisins. Við vorum orðnir svörtu sauðirnir því ofvirki nágranninn var búinn að mála girðinguna hjá sér að okkar og nágranninn í húsinu hinumegin var líka búinn að því. Sá ofvirki var meira að segja búinn að bjóða mér restina af sinni málningu og penslana til að reyna að fá mig af stað en þetta gengur bara ekki þannig fyrir sig. Ég er ekki letingi. Þetta snýst um tíma og sá tími hefur bara ekki verið til staðar. Þegar ég er ekki í vinnu hef ég verið með litla kútinn og því ekki tími í svona. Einhver nágranna sálfræði virkar því ekki á mig og ég vil kaupa mína málningu sjálfur og mála þegar ég hef tíma og hana nú. Við feðgar máluðum tvö kvöld í röð og þegar ég kom úr vinnu og af æfingu í gærkveldi hafði eldri kúturinn byrjað á seinni umferðinni, var búinn að skúra allt húsið og elda handa gamla manninum. Þvílíkur lúxus. Því skyldum við þurfa konu inn á þetta heimili?
Við söknum litla kúts hinsvegar en hann er búinn að vara úti á landi með Ungu konunni í heila viku og verður í aðra til. Við heyrum hinsvegar í honum í síma annan hvern dag en mér skilst að hann sé búinn að vera óþægur að fara að sofa og vill hitta bróann sinn. Hreiðrið er því býsna tómlegt sumar stundir á þá man ég af hverju gott gæti verið að hafa konu hérna en það líður sem betur fer hjá.
Njótið dagsins
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svakalega er þetta flottur unglingur sem þú átt þarna, þið eruð lukkunnar pamfílar að eiga hvorn annan að
Vona að dagurinn í dag verði þér góður minn kæri
Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 08:08
mátt alveg lána mér unglingskútinn af og til .... þvílíkur fyrirmyndarpiltur - enda alinn upp af þér
Rebbý, 11.7.2008 kl. 08:50
Eigðu góðan dag og fallega helgi með stóra þínum
Linda Lea Bogadóttir, 11.7.2008 kl. 10:27
Það er nú einusinni þannig að maður hefur þessa þörf fyrir lífsförunaut. Við erum jú félagsverur. Ég kveið því mest af öllu þegar ég skildi á sínum tíma að ég finndi nú ekki minn förunaut þar sem þetta fór eins og það fór og ekki fyrsta bandið. En hann fann mig svo ég þurfti ekki að örvænta um einveru lengi. En það er gott að vera einn en líka slæmt. (að mínu mati)
Notalegt að koma heim þegar svona er tekið á móti manni. Þetta er öðlingskútur sem þú átt. Enda líkur föður sínum ekki satt?
Kveðja úr sveitinni og eigðu góða helgi.
JEG, 11.7.2008 kl. 21:02
Hæ. Rigningin mætt...múmínstelpan líka og hugsar til Júdasar í svona skemmtilegu gönguveðri...:)
múmínstelpan (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 10:44
Yndislega vel uppalinn þessi kútalingur þinn.
Sporðdrekinn, 14.7.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.