17.7.2008 | 21:30
Ég er gestrisinn en bara ekki svona lengi
Mér finnst ég vera orðinn hálf ryðgaður enda ekki bloggað í sex daga. Og það er ekki allt. Ég hef varla verð með sjálfum mér í þessa fimm daga og liðið vítiskvalir! Heimili mitt breyttist og það var ekki lengur friður yfir kaffibolla á morgnanna. Þessar yndislegu og heilögu stundir urðu allt í einu ónæðisstundir og á tímabili velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að velta mér á hina hliðin og sofa lengur í stað þess að fara fram. Kvöldin breyttust úr værðarstundum í óværðarstundir og vinnudagarnir drógust og æfingarnar lengdust því athvarfið var ekki það sama. Ohh hvað ég er feginn að þetta er liðið hjá og næturgesturinn aldni er farinn til síns heima. Dæmið mig ekki hart en ég er bara svo vanafastur og greinilega talsverður einfari að minnsta kosti heima fyrir. Mér varð það á að segja Já við næturgistingu og hélt það yrði bara ein til tvær nætur en ekki fimm. Annars finnst mér ég yfirleitt greiðvikinn og gestrisinn, þið megið trúa því en bara ekki svona lengi!!
Það var því kærkomið að fá fallega rigningu niður úr logninu rétt áðan og vita að heima beið mín þögnin.
Að vísu bara þangað til eldri kúturinn kæmi heim en þeim hávaða fylgir vellíðan og væntumþykja.
Við erum farnir að bíða eftir litla kútnum því hann er búinn að vera úti á landi með Ungu konunni og í vikunni vissi ég ekki hvort ég væri að verða geðveikur vegna næturgestsins, eða hvort ég væri að drepast úr söknuði til þess litla. Ef til vill var þetta allt í bland en hann er á leiðinni til mín og verður hérna eftir klukku tíma eða svo og þá verður sameiningin! Það stefnir því í yndislega helgi sem bara á að snúast um drengina mína, samveru og værðarstundir.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skil þig vel með næturgestinn ... það er eitt að fá fólk í heimsókn eða láta flytja inn á sig
njótið helgarinnar allir kútarnir sameinaðir
Rebbý, 17.7.2008 kl. 22:48
æi-já.. ég skil þig bara mjög vel. Það er alltaf dálítið erfitt að geta ekki lengur verið fyllilega maður sjálfur á eigin heimili, einn til tveir dagar er alveg nóg en fimm - úff. Til hamingju með að hafa endurheimt heimilið og eigin venjur
Ein-stök, 17.7.2008 kl. 23:10
Ha, ha, ha já, ég skil þig svo sannarlega og vel það ... ég er búin að vera með "utanaðkomandi" .... (ekki alveg samt) ... táning inn á mínu heimili í rúmar sex ( 6 ) vikur!!! og til að toppa það tvo (2) í viðbót í nokkra daga!! AAAAARRRGGG!!
Ég var að losna úr "prísundinni" og get loksins litið á heimilið mitt sem mitt.. aftur!!
En ég verð að segja að ég er búin að sakna þess að lesa ekkert frá þér
P.S. Ég er líka greiðvikin og gestrisin.. en allt hefur sín takmörk.. ekki satt
Edda (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:22
..æi ef ég hefði bara vitað...hefði getað boðið þér afdrep til að njóta þagnarinnar og kaffibollans.....(nei hefði ekki tekið næturgestinn !)..:) kv. múminstelpan (sem er vakandi fyrir vel máluðum girðingum og spennandi sporum...)
múmínstelpan (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 01:49
Þú ert krúttmoli
Sporðdrekinn, 18.7.2008 kl. 03:27
Æjá, svona er þetta bara. Krúttmoli, hehe. Er það gott?
Gaman að sjá þig aftur hérna Múmínstelpa. Spurning um að fá þig í síðustu umferðina af málningu!
þið eruð æðislegar.
Júdas, 18.7.2008 kl. 08:09
daginn daginn...múmínstelpan alltaf klár í að munda pensilinn ..
múmínstelpan (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:12
Jahá! Það er sko gott, gullhamrar af bestu gerð
Sporðdrekinn, 19.7.2008 kl. 02:15
Góðan dag minn kæriEftir ca 2 daga gistingu hætta gestir yfirleitt að vera gestir og breytast í átroðning og það hefur sko ekkert með skort á gestrisni að geraSvona er þetta og ekkert bara hjá þér, sem ert alveg örugglega höfðingi heim að sækja og gott að vera hjá þér, það er kannski bara of gott
Njóttu dagsins með strákunum þínum
Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 08:32
...tja..ég fór bara úr málingargallanum þegar það fór að rigna..búin að bíða alveg í viðbragðsstöðu... hva..á ekkert að kæta okkur með skrifum ?
múmínstelpan (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 01:56
Það er gott að heyra Jónína að ég er kannski ekkert svo slæmur gestgjafi. Spurning um að setja þetta aftan á jólakortin með smáu letri?
, ég hlýt að hrökkva í gírinn múmínstelpa en hvað með þig? Af hverju ferð þú ekki að blogga?
Júdas, 22.7.2008 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.