Stæðist það endurskoðun almættisins

     Þetta var kærkomið fríhelgi og tilhlökkunin mikil hjá okkur eldri feðgum því Unga konan kom keyrandi utan af landi með litla kútinn.  Þetta er í annað skipti í sumar sem við sjáum hann ekki í tvær vikur samfellt. Ég samþykkti þetta fyrirkomulag af tillitssemi við hana sem taldi sig geta lifað ódýrt í sumar í litlu sjávarplássi úti á landi hjá föður sínum.   Ég finn að þetta er of mikil fjarvera og á tveimur vikum hjá barni á þessum aldri gerist svo undra margt sem ég vil ekki missa af.  Tíminn er einfaldlega of langur.  Kúturinn flaug í fangið á mér og hrópaði á bróann sinn og greinilegt var að hann var líka farinn að sakna okkar. 

    Það kom mér hinsvegar á óvart að ég var farinn að sakna hennar líka! Ég reikna ekki með að það tákni neitt í gömlum kolli en hún hefur eðlilega fylgt kútnum og þegið kaffibolla af og til.  Það pirrar mig stundum en gleður mig aðrar stundir.  Spjall um kútinn og sameiginleg aðdáun á honum sem eðlilegt er.  Sá eldri á það til að hringja í hana eftir skutli og lét hana vita af því á undan mér þegar hann tók ranga beygju á braut lífsins um árið.  Ég eyddi heilu kvöldi með sjálfum mér í vangaveltum um það hvort ég hafi verið grimmur við hana, ósanngjarn og eigingjarn og hvort orðið sanngirni og réttlæti í mínum huga stæðist endurskoðun almættisins. Hvort leit mín að „einhverju“ eigi eftir að fara í heilan hring og einn góðan veðurdag sjái ég glitta í gamlan mann á göngu með ungri fallegri konu í fallegu regni í átt til áðurnefndra skugga framtíðar.  Getur verið að ég hafi skuldað henni umburðarlyndi og að þrautseigja yrði endurgoldin?

     Við fórum víða, hjóluðum, fórum í húsdýragarðinn,keyptum okkur ís, komum við í Sprotalandi á meðan gamli endurnýjaði orkubirgðirnar, og kubbuðum út í það óendanlega. Sá litli var alltaf að taka utan um mig og segja mér að allt væri í lagi.  Það er svo yndislegt hvað þessi aldur speglar allt í kringum sig, alla framkomu og umhyggju og minnir mann á það hversu þýðingarmikil umhyggjan og innrætingin er á þessum aldri.  Þegar heim var komið var stóri bróðir eltur hvert fótmál og þegar hann ætlaði út var stokkið á fótinn á honum og ríghaldið sér. 

Þau fóru aftur út á land í gær en nú bara í eina viku og þá hefst vikuplanið aftur á ný.

 Ég átti góðan dag í gær og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þurfa að keyra í nokkra tíma í rigningunni til skrafs og ráðagerða í öðru byggðarlagi.  Keyra í rigningu og hugsa.  Værðin allt um kring.

 

Njótið værðar

 

 

 

 

Sólin skein

ég settist undir skjólvegg

uns skugginn náði mér

 

Illgresi hafði á meðan

haslað sér völl í garðinum

 

Ég heyrði  svörðinn hrópa

á hlýjar hendur

 

kraup í skuggann

og kyssti moldina

 

ef varir mínar væru ennþá heitar

 Þóra Jónsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

 á engin orð

Rebbý, 22.7.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 22.7.2008 kl. 09:01

3 identicon

..en krúttlegt og kannski hittir þú þarna naglann á höfuði . ætti samt að ræða þetta við þig yfir kaffibolla......

múmínstelpan (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Júdas

Þið eruð svo ljúfar!!

Kaffibolli alltaf í boði- hehe

Júdas, 23.7.2008 kl. 08:05

5 Smámynd: JEG

Já það er vandlifað í þessum heimi. Þessar tilfinningar eru eðlilegar þó maður vilji það ekki.

Ég var í þessum sporum að vera með eldri manni. Var mál fyrir mig fyrst svo þegar ég var sátt þá var hann það ekki svo að leiðir skildu. Þetta er flókið og ekki fyrir alla.

Kveðja úr sveitinni á þig yfirkútur.

JEG, 24.7.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband