25.7.2008 | 08:47
Það heillaði mig huldukona!
Það var tvennt sem hvíldi á mér í gær en virtist léttvægt þegar ég kom á fætur í morgun. Það stefnir því í góðan dag og góða helgi.
Það heillaði mig kona fyrir nokkrum dögum bæði með útliti sínu og framkomu. Ögrandi og sjálfsörugg og kom það kom mér á óvart hve sterk áhrif hún hafði á mig. Hún virtist ekki þurfa neina aðstoð við eitt eða neitt og virtist ekki eiga neitt bágt svo ég þarf líklega ekki að bjarga henni frá neinu. Þar verður hinsvegar vandinn til því ég er ekki viss um að ég geti þá nálgast hana nema þá kannski með því færa mig á milli lífeyrissjóða......... Ég þarf alltaf að bjarga einhverri! Svona getur sveitasælan í friðsælum smábæ farið með mann. Hún skar sig úr, falleg, há og grönn í flaksandi síðum jakka og vissi upp á hár hvað hún var að selja. Vinnufélagi minn heillaðist líka og verslaði af henni en ég sat hjá og horfði á en kom með fyrirspurnir og lofaði henni að ég myndi hafa samband eftir meiri upplýsingum. Svo var hún horfin en kom aftur augnabliki síðar því hún hafði gleymt einhverju. Þá fékk ég tækifæri til að heillast enn frekar. Á vörum mínum hvíldu orð sem ekki voru sögð, "Það má ekki bjóða þér værðarstund yfir kaffibolla?" Þegar hún var farinn bankaði vinurinn á öxlina á mér og sagði hana vera réttu konuna fyrir mig. Ef ég þekki mig rétt geri ég ekkert í málinu og ósennilegt að þessi rétta kona fyrir mig sé yfir höfðu til. Líklega bíð ég eftir því að hún hafi samband við mig sem er þó útilokað því þótt ég sé með nafnspjaldið hennar veit hún lítið um mig annað en að ég sé úr sama Þorpi og hún.
Eldri kúturinn tók hliðarspor á beinu brautinni en komst ekki einu sinni út í kannt þegar gamli maðurinn áttaði sig og greip í taumana. Hann getur þó ekki verið í taumi til eilífðar svo við verðum að setjast niður um helgina og ræða þetta. Ég þakkaði almættinu fyrir það því svona hratt hefur þetta ekki gerst áður og greinilegt að okkur fer fram en það er þó engin ávísun á varanlega lausn því hún er ekki til samkvæmt fræðunum. Söknuðurinn vegna litla kútsins hefur verið bærilegur þessa vikuna en nú styttist í að hann komi og vikukerfið fari í gang aftur. Ég reikna með að góðar æfingar eftir vinnu hafi slegið á þetta því minni tími er til að velta sér upp úr því.
Læt þetta duga í dag, njótið dagsins
Hægur andvari
húmblárrar nætur
um hug minn fer.
Ást mína og hamingju
enginn þekkir
og enginn sér.
Og ljóð mitt ber samskonar
svip og það,
sem ekki er.
Steinn Steinarr
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já aðlöðun getur leitt til ýmissa pælinga, gaman að lesa. njóttu sömuleiðis dagsins.
Anna, 25.7.2008 kl. 09:09
Elsku drengurinn minn, það eina sem ég get sett út á hjá þér er aðgerðarleysisyfirlýsingin hérna !!!!! Hringdu í konuna og bjóddu henni í kaffi á einhverju rólegu kaffihúsi og drífðu í því ! Annars geri ég það og það viltu ekki Nú átt þú að segja "Já mamma mín, ég skal gegna"
Njóttu minn kæri, njóttu
Jónína Dúadóttir, 25.7.2008 kl. 09:55
Oh hvað þetta er krúttlegt!
Hringdu í konuna...strax! Við kikknum alltaf í hnjánum yfir mönnum sem þora svoleiðis :)
Heiða B. Heiðars, 25.7.2008 kl. 13:35
úff..jahérna það er bara komin pressa ....
múmínstelpan (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 18:37
hringdu strákur ..... ekkert verra en horfa á eftir góðum einstaklingum sem kannski hefði getað orðið eitthvað úr .... sakar ekki að reyna
Rebbý, 25.7.2008 kl. 19:02
Láttu vaða! Þú færð þá í það minnsta að heyra röddina hennar aftur Heiða B. H. hefur rétt fyrir sér, hnén gefa sig fyrir gaurum með kjark
Sporðdrekinn, 25.7.2008 kl. 19:05
Hringdu, hringdu!
Ragga (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:45
Nei.... ekki hringja í hana fyrr en þú ert búinn að hafa samband við "múmínstelpuna" ..... að mínu mati gengur hún fyrir!!! ... og þegar.. og ef ekki .. þá hefur þú samband við þessa dömu!! Bara mín skoðun K.kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:40
Og ég sem hélt að Júdas og Múmínstelpan væru búin að kinna sig.
Sporðdrekinn, 26.7.2008 kl. 02:20
Var í klukkutíma á skíðavélinni í Laugum í gær og hugsaði mikið. Takk fyrir ráðleggingarnar en múmínstelpan er óþekkt og óþekk í ofanálag. Spor okkar hafa legið um svipaðar slóðir en aldrei skarast eða legið samhliða svo ég viti!?
Ég veit ekki hvort það hentar mér að vappa í kringum konur sem ekki hafa gefið mér auga og ég tekið eftir því!!
Júdas, 26.7.2008 kl. 08:52
Iss hentar smentar!!
Þú meinar "ég veit ekki hvort ég þori..." :) Hringdu maður!
Heiða B. Heiðars, 26.7.2008 kl. 13:32
Þú veist og finnur hvað er rétt fyrir þig. En ef aldrei er farið út fyrir þægindahringinn þá gerist heldur lítið
Sporðdrekinn, 26.7.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.