26.7.2008 | 09:42
Þær rekast á, nálægðir og fjarlægðir
Þetta gæti orðið dagur uppgjörs þótt ekkert í umhverfinu bendi til þess. Heimilið er þögult og þrátt fyrir áhrif huldukonu á einfaldan hversdagsleikann eru skúrir á köflum. Við eldri kútur þurfum að setjast niður í dag eða kvöld og ræða saman. Hjá honum skiptast líka á skin og skúrir og þótt engin merki séu um það í fasi hans eða framkomu gagnvart öðrum hefur gamli maðurinn svipt hulunni af slæmri spá með því einu að horfa til himins í stað þess að treysta á langtímaspár hans sjálfs. Við breytum ekki veðrinu en getum með vakandi huga og vökulum augum horft til himins og búið okkur undir breytingar og jafnvel notið regnsins við réttar aðstæður. Hann verður alltaf í þessum viðjum en nú í annað skipti bregðumst við hratt við þessari fjandsamlegu fíkn.
Það skín þó sól og værðarvon hvílir yfir. Hjarta mitt segir að sigur sé unninn þótt hindranir séu framundan. Ég læt hugann reika og rifja upp þá gömlu tíma þegar lítill kútur fylgdi mér eftir hvert fótmál og gat aðeins treyst á mig. Ég þrái þessar gömlu fjarlægðir því þá gat ég haldið í taumana og er ekki frá því að eitthvað af fallegum fljóðum hafi verið í nálægðinni. Það rekast því á í huga mínum nálægðir og fjarlægðir og eftir smá umhugsun veit ég ekki hvort ég þrái meira.
Kannski er huldukonan betur geymd í fjarlægðinni og líklega er Júdas þar best geymdur líka.
Bagalegt, og þó
hvað ég þrái þær oft
hinar gömlu fjarlægðir:
geislandi vegalengdir
milli staðanna
milli atburðanna
milli óskarinnar og veruleikans.
Ó skæra djúp
þar sem draumarnir áttu heima.
Hannes Pét.Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 48784
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vááá Júdas þú ert frábær penni... væntumþykjan á lífinu með kútunum þínum skín í gegn í þessari færslu, en jafnframt þráin eftir óuppfylltum draumum... en er það ekki einmitt það sem þarf í tilveruna? .. "að eiga drauma"..
..gangi þér vel
Guðný Bjarna, 26.7.2008 kl. 10:45
Gangi ykkur vel elsku kútarnir
Jónína Dúadóttir, 26.7.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.