Gæti það orðið einfaldara?

     Þeir sátu á móti hvor öðrum og horfðust í augu,.  Annar gamall en hinn ungur. Þeir höfðu báðir hugsað mikið og sá ungi sem ef til vill hefði átt að horfa niður var búinn að undirbúa sig vel.  Hann gat því horft á móti og við tóku klukkustundarlangar umræður um unga manninn, fjölskylduna, framtíðina og þær gildrur sem fyrir hann eru lagðar.  Viðjar fengnar í vöggugjöf voru einnig ræddar og við vorum sammála um það að lifa yrði í samræmi við þær, forðast sumt og sækja í annað.   „Pabbi ég hef tekið eftir því að þú hefur alltaf rétt fyrir þér – þess vegna er ég algjörlega sammála þér“.   Hann var sammála mér í því að þetta væri í raun einfaldleiki sem vegna einfaldleika verður á köflum gegnsær á að líta og tilhneigingin sú að færa sig yfir í flóknari hluti sem ekki verða höndlaðir.  Ný áform voru lögð fram og samþykkt með öllum greiddum atriðum og sá gamli sagði að þetta yrði að fara strax í gang.  „Ég kem til með að nefna þetta við  þig daglega vinur“.

 

     Ég heyrði í litla kútnum í gær og hef verið með sting í hjartanu síðan.  Unga konan segist vera með svolítinn móral yfir því að vera svo fjarri með hann en ég minnti hana á að við hefðum rætt þetta og því væri á ábyrgð beggja.  Kúturinn sagðist vera bókaormur og vildi fá mig í lestur og er ekki alveg að skilja hve langt er á milli okkar.  Mér skildist að þau kæmu á miðvikudag eða fimmtudag.  Það flaug samt í gegnum kollinn á mér að keyra nú í morgunsárið og hitta kútinn en það er best að bíða.   Annar kútur eldri þarf á mér að halda.

 

     Í einmanaleikanum finn ég löngun til mikillar hreyfingar og hef æft daglega undanfarið.   Von um að einhver finni mig er sterkari en ég vil nefna og vil því ekki fara út í umræður um akkúrat það.  Það er bara þannig og því verður ekki breytt.  Ég velti því fyrir mér í gær hvort ég væri illa gefinn en tæki bara ekki eftir því.  Hvort ég væri jafnvel heimskur í þessum einfaldleika eða bara heimskur heilt yfir. Hvort ég væri sjálfur að flækja mig í einföldum hlutum og því með öllu ófær um að gefa öðrum ráð til lausna. 

     Ég finn þó til vellíðunar og það er það sem ég þarf.   Því ætla ég ekki að vanmeta það að vera einfaldur og lifa einföldu lífi.  Gæti það orðið einfaldara að vera tvö?

  

 

 

Ósjálfbjarga

í grámöskvuðu

neti

 

og augu þín

haf.

 Matthías Jóhannesson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 28.7.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: JEG

JEG, 28.7.2008 kl. 17:27

3 identicon

blikk  blikk ...

múmínstelpan (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú klikkar ekki frekar en venjulega minn kæri og ef þið feðgar haldið áfram á sömu braut, þá verðið þið sannir gæfumenn

Jónína Dúadóttir, 30.7.2008 kl. 08:02

5 identicon

Aftur vaknar andi manns,

oft þó sakni snilli,

þegar raknar þráður hans,

þó að slakni´á milli.

---------------------------------------

Nei vinur minn,  þú ert ekki illa gefinn og þaðan af síður heimskur .... en kannski pínu einstrengislegur!!!! 

K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 01:00

6 identicon

Afsakið ... .þetta er eftir Matt. Jochumsson   K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 48784

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband