Einn kemur þá annar fer

     Þetta er yndislegur dagur.  Þótt eldri kúturinn hafi farið til Þorpsins með kærustunni og  á móðurslóðir kom sá litli til mín í fyrradag.  Ég heyrði pabbahrópin utan af bílastæði þar sem ég sat við eldhúsborðið þreyttur eftir mikla vinnu og ekki frá því að stress ásamt mikilli kaffidrykkju sé farið að segja til sín.  Við okkur brosir þessi fallega helgi og einmanaleg borgin sem verður bæði myndræn og ljóðræn í þessum tómleika sem á henni dynur um Verslunarmannahelgar og líklega bætist við fallegt kyrrlátt regn og fullkomnar þetta.  Það virðist þó ævinlega vera einhver seiðandi ljómi yfir henni á slíkum dögum og það er eins og borgin láti þreytuna á ys og þys hversdagsins líða úr sér og sýni okkur fegurð sýna á allt öðrum nótum en venjulega enda ekkert sem truflar.   Því munum við feðgar, uppteknir hvor af öðrum fara víða og ekkert sem gæti truflað okkur í því að bæta hvor öðrum upp þann tíma sem fjarlægðin hafði af okkur.  

     Hann hringdi í mig í gærkveldi, eldri kúturinn og spurði mig hvort ég væri búinn að gleyma sér því ég hafði ekkert hringt í hann frá því hann fór.  Hann á það til að rukka mig um áhyggjurnar sem ég á að hafa af honum en ég vildi nú bara leyfa honum að vera í friði í móðurfaðmi en fékk að vita það að faðmurinn hafði ákveðið að farið úr bænum svo hann og kærastan fengu inni í bílskúr hjá bróður hans  en verða hinsvegar að sturta sig hjá afa og ömmu.  Örlítið öðruvísi en ætlað var en nægjusemin og æðruleysið kom til bjargar.

     Njótið dagsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já borgin er yndisleg núna ... sést ekki bíll á ferð út um stofugluggann minn
njóttu helgarinnar með litla kút, vona að stóri kútur njóti sín þrátt fyrir breytingarnar á helgarplaninu

Rebbý, 2.8.2008 kl. 11:21

2 identicon

..æi var einmitt að hugsa til Júdasar...kannski kannski liggja sporin í kross um helgina...

múmínstelpan (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Ljúfa helgi

Sporðdrekinn, 2.8.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sé að helgin er hingað til yndisleg hjá þér og vona að hún haldi því áfram

Jónína Dúadóttir, 3.8.2008 kl. 06:42

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvar ert þú minn kæri ?

Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 48784

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband