Að sitja hjá og horfa á.....og vona

     Þá er þessi fallegi dagur farinn af stað.  Ég vaknaði við fuglasögn og sólargeisla lífs míns, yfirgaf þá um stund og staðnæmdist við spegilinn í holinu.  Furðulegt!  Það virðist vera nýtt upphaf allt í kringum mig en samt virðist spegilmyndin ekkert breytast!  Gamall maður situr hjá og horfir á.  Það er þó þakkarvert að fá að horfa.  Ung kona með lokuð augun er fallegri en nokkru sinni.

 

     Lítill kútur vex svo hratt, heilbrigður og glaður.  Fjögur ár hafa þotið framhjá en þó man ég hvert andartak.  Stærri kútur, óx svo hratt en hvað varð um gleðina?  Þrettán ár þutu framhjá en fjögur ár án gleði og útgeislunar silast  áfram.  Og nú er komið að því!  Hann vill byrja upp á nýtt og ekki í fyrsta skiptið.  Þau eru orðin nokkur upphöfin en ég verð þó alltaf jafn glaður þegar hann kemur til mín og segir mér það sem ég veit.  „Þú hafðir rétt fyrir þér pabbi“.  Ég hefði allt eins getað leitað að eldri færslu og sett hana inn aftur.

     Hvað er betra en nýtt upphaf með reynslu í farteskinu og ferskar vonir í bland við fallega drauma sem áður voru horfnir.  Ég mun styðja hann eins og venjulega en ég er þó sannfærður um það að hann þarf eitthvað meira en áður.

 Hann þarfnast þess að sem flestir minnist hans í bænum sínum og þætti mér vænt um það.  Ef einhver veit um bænahóp þá minnist á hann þar kæru vinir.

 

     Við kútar erum ekki á þeim buxunum að gefast upp.  Vandræði okkar eru vafalaust smá í augum margra en í huga þess sem misst hefur gleðina og vonina er vandinn mikill og virðist illkleyfur.

 

Við lofum þó almættið og beinum vonum okkar að Honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið er gott að lesa frá þér aftur minn kæri... langt síðan síðast. Drengirnir þínir hafa það fram yfir svo marga að þeir eiga pabba með höfuðið í lagi, hjartað á réttum stað og skynsemi langt yfir meðallagi, það má aldrei vanmeta þau gæði.

Ég hugsa hlýtt til eldri kútsins þíns og vona innilega og óska þess að hann finni rétta leið... leið sem hann er sáttur við og líður vel með

Gleðilega páska fyrir þig og ástvini þína

Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Amen Júdas. Lof sé hinum lifandi Guði fyrir hjarta þitt.

Þú og kúturinn þinn eruð nú hluti af bænum mínum líka. ég bið og trúi að það sáðkorn sem þú hefur plantað inní drenginn nái fullum þroska í góðum jarðvegi.

Ég stend á móti óvinarins veldi, að allar tilraunir til að spilla og eitra verkið sem hafði/byrjað er í drengnum muni snúast upp í andhverfu sína og verða til þess að efla og styrkja innri andlegan vöxt hjá kútinum og gefa yfirnáttúrulegan andlegan þroska. Vernd, blessun og Jesú blóð yfir kútinn hans Júdasar ég bið minn Faðir.

í Jesú nafni Amen (verði svo)

Sverrir Halldórsson, 9.4.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ég las innlegg frá þér hjá Sverri trúbróður mínum. Útvarpsstöðin Lindinn er með þrjár bænastundir í beinni útsendingu allavega á virkum dögum kl. 10:30, 16:30 og 22:30. Við getum hringt þangað og lagt inn bænarefni. Síminn er 5671818. Einnig er hægt að fara inná vefinn og senda þeim bréf og eins Omega. Einnig er hægt að senda trúfélögum bænarefni. þú finnur kirkjurnar á vefnum.

GLEÐILEGA PÁSKA

Vertu Guði falinn

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Júdas

Takk fyrir þetta kæru vinir.

Júdas, 12.4.2009 kl. 07:00

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega páska

Jónína Dúadóttir, 12.4.2009 kl. 07:21

6 Smámynd: Anna

Gleðilega páska og gangi ykkur vel

Anna, 12.4.2009 kl. 08:32

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Engla fáið þið frá mér núna  - ég hef notið þeirra lengi og má vel sjá af þeim nokkrum til handa ykkur. Þú veist að ég veit hvar þið eruð staddir og áttu allan minn skilning elsku vinur. Mundu að þú ert ekki einn né heldur þið tveir saman.

Linda Lea Bogadóttir, 17.4.2009 kl. 14:25

8 Smámynd: Aida.

Ég bið fyrir ykkur.

Aida., 17.4.2009 kl. 23:33

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús

Sporðdrekinn, 25.4.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband