11.9.2009 | 07:28
Látlaus gleði
Ég datt inn á bloggið mitt snemma í morgun og rótaði það aðeins í gömlum færslum og hef reyndar gert það áður. Mér datt í hug að endurvekja þær af og til en þegar ég les þær yfir langar mig ekkert sérstaklega til þess. Einmanaleiki einkennir þær og ég sem er ekkert einmana. Dapurleiki virðist alsráðandi og einhver tjáningarþörf sem mér finnst ég ekki hafa þessa dagana. Mér þykir samt svo vænt um Júdas og veit að hann er stór hluti af mér og hefur verði það til margra ára. Oft hef ég valið mér hann til að vera í forsvari fyrir mig og enn oftar hefur hann bara komið fram sjálfur með bresti sína og galla, svo ekki sé talað um tilhneiginguna sem einkennir hann svo mjög, tilhneigingin til að svipta sig klæðum fullkomnunar og heilagleika og vera bara mannlegur.............eins og það sé það sem við viljum. Sem betur fer kemur þetta ekki oft fyrir en glíman við hann í huganum getur verið löng og ströng og fátt sem kemur að gagni á meðan nema auðvitað rigning og samtöl við almættið. Hafi einhverjum dottið í hug þunglyndi þá slæ ég á það því það er ekki málið, að minnsta kosti ekki sjúklegt en sjálfsóánægja væri þó nær lagi. Einhver meðvitund um eigin ófullkomleika og þá tilhneigingu til að vera stöðugt að svíkja sjálfan sig og gefin loforð gagnvart sjálfum sér, flest reyndar ómerkileg og varla tilefni til að tala um þau.
Loforð samt!
Ungu konunni finnst ég reyndar vera fullkominn og er sannfærð um að ég geti bókstaflega allt og það sama er að segja um kútana mína svo ég ætti að vera ánægður og er það reyndar í látlausri gleði.
Sumarið var yndislegt og tímanum að mestu eytt úti á lóð. Sameinuð fjölskylda naut lífsins í einfaldleika hversdagsins við blómarækt, trjárækt og grasrækt........því ekki veitti af að hressa uppá sjálfa grasflötina. Þótt ég hafi búið hérna í mörg ár hafði ég vanrækt lóðina og því var þetta nauðsynlegt og kærkomið viðhald sem hún fékk í bland við kærleiksstrauma og ást.Haustið............rigningin..........það er best að eiga bara sér færslu um það.
kv Júdas
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra frá þér minn kæri og ennþá betra að fá að vita að þú ert kominn heim
Jónína Dúadóttir, 11.9.2009 kl. 07:52
Yndislegt að lesa þessa færslu. Ég hélt að ég hefði lesið það rétt á milli línanna að þið unga konan hefðuð sameinast aftur og ég samgleðst þér (og ykkur) innilega. Hlakka til að lesa meira frá þér á næstunni
Ein-stök, 12.9.2009 kl. 09:11
Alltaf gaman að fylgjast með þér Júdas
Linda Lea Bogadóttir, 28.9.2009 kl. 10:00
Thad er gott ad lída vel :o)
Sporðdrekinn, 28.10.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.