Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Að sitja hjá og horfa á.....og vona

     Þá er þessi fallegi dagur farinn af stað.  Ég vaknaði við fuglasögn og sólargeisla lífs míns, yfirgaf þá um stund og staðnæmdist við spegilinn í holinu.  Furðulegt!  Það virðist vera nýtt upphaf allt í kringum mig en samt virðist spegilmyndin ekkert breytast!  Gamall maður situr hjá og horfir á.  Það er þó þakkarvert að fá að horfa.  Ung kona með lokuð augun er fallegri en nokkru sinni.

 

     Lítill kútur vex svo hratt, heilbrigður og glaður.  Fjögur ár hafa þotið framhjá en þó man ég hvert andartak.  Stærri kútur, óx svo hratt en hvað varð um gleðina?  Þrettán ár þutu framhjá en fjögur ár án gleði og útgeislunar silast  áfram.  Og nú er komið að því!  Hann vill byrja upp á nýtt og ekki í fyrsta skiptið.  Þau eru orðin nokkur upphöfin en ég verð þó alltaf jafn glaður þegar hann kemur til mín og segir mér það sem ég veit.  „Þú hafðir rétt fyrir þér pabbi“.  Ég hefði allt eins getað leitað að eldri færslu og sett hana inn aftur.

     Hvað er betra en nýtt upphaf með reynslu í farteskinu og ferskar vonir í bland við fallega drauma sem áður voru horfnir.  Ég mun styðja hann eins og venjulega en ég er þó sannfærður um það að hann þarf eitthvað meira en áður.

 Hann þarfnast þess að sem flestir minnist hans í bænum sínum og þætti mér vænt um það.  Ef einhver veit um bænahóp þá minnist á hann þar kæru vinir.

 

     Við kútar erum ekki á þeim buxunum að gefast upp.  Vandræði okkar eru vafalaust smá í augum margra en í huga þess sem misst hefur gleðina og vonina er vandinn mikill og virðist illkleyfur.

 

Við lofum þó almættið og beinum vonum okkar að Honum.


Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband