Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
30.5.2015 | 17:00
Hvenær gefstu upp á mér ?
Þau sitja á móti hvort öðru og haldast í hendur. Júdas sér neistann í augum hennar og handartakið er innilegra en áður. Rétt áður færði hún honum föt í fataklefann og varð að kyssa hann í hvert skipti sem hún færði honum eitthvað. Nú var þetta að koma en baráttan heldur samt áfram og hún er ekki enn orðin hún sjálf. Júdas horfir á öll pör sem hann sér og fylgist með þeim. Þau brosa og virðast áhyggjulaus, ástfangin og engu líkara en að líf þeirra sé fullkomið. Hvenær verður þetta aftur svona ?
Brotin raðast þó saman hægt og rólega, stundum er eins og þau passi en myndin alls ekki sú sama, eða þá að myndin er eins en kubbarnir ganga ekki hvor að öðrum. Löngun Ungu konunnar til að vera eins og hún var er mikil og hún biður almættið heitt og innilega að grípa inn í eins og lofað er í orðinu. Saman krjúpa þau, lesa, faðmast og leita uppi staði þar sem hjálp gæti verið að finna. Reyna sem flest.
Hún mætti eigin skugga í gær, var niðurlút þegar Júdas kom heim, faðmaði hann og horfði vonleysisaugum á hann. Fyrirgefðu mér hvenær gefstu upp á mér ? Enn ein andvökunótt, fann að hún var ekki í rúminu og fór að leita, fann hana, faðmaði hana, elskaði hana. Rifjaði upp orð almættisins um það hversu oft ætti að fyrirgefa. Júdas elskar hana og getur því ekki annað. Nýr dagur rennur upp og ný von með honum. Draugar fortíðar hafa hneppt hana í álög og sú glíma virðist stjórna lífi okkar. Hún elskar hann samt í dag en hvað gerist á morgun ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2015 | 18:58
Hvernig gat þetta gerst?
Undarlegt líf þessa dagana hjá Júdasi og minnir í mörgu á myndina 50 first dates. Hvað gerðist á tveimur vikum ..Unga konan elskar hann ekki lengur eða finnur allavega ekki fyrir því. Hún sem talaði um klettinn, ástina, jafnvel giftingu Hún er skotin í Júdasi, segir hann besta vin sinn og vill vera með honum, búa með honum, þjóna honum, þiggja frá honum og láta hann þjóna sér en .hjartað er dofið og hún finnur ekki ástina sem hún veit þó að hún ber til hans. Finnur ekki fyrir þessari tilfinningu. Hann verður því að heilla hana upp á nýtt, rifja upp með henni gamlar góðar stundir, sýna henni gamlar myndir og koma ilminum í loftið á ný. Í dag virðist þetta snúast við. Ástsjúkur gamall maður reynir að læra af gamalli biturri reynslu og láta hjartað og almættið ráða för. Þeir sem þekkja drauga ungu konunnar segja að þetta sé eðlilegt og bæði vilja þau trúa því. Hann segir Ég elska þig og hún segir þú ert góður við mig eða þú ert yndislegur. En þetta er ekki nóg og það vita allir. Júdas vaknar um miðjar nætur og biður hana að faðma sig, fer jafnvel einn og stendur við gluggann og starir á stjörnurnar þangað til hún finnur hann og faðmar. Saman ætla þau í gegnum þetta og trúa því að almættið hafi gefið þeim loforð og fögur fyrirheit. Þeim detta sömu hlutir í hug á sama tíma og lausnir færast nær þeim að því er virðist. Þau trúa því bæði að Hann hafi ætlað þeim hlutverk, köllun eða ......ekki!?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar