Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Endir eða upphaf

     Það hefur margt gerst í lífi Júdasar frá því hann bloggaði síðast.  Síðasta færsla var sett inn 30. maí en tveimur dögum seinna má segja að kaflaskil hafi átt sér stað og nýtt líf hjá honum og ungu konunni hafi í raun hafist.  Tími sannleikans rann upp hjá þeim báðum.  Tími uppgjörs á lífinu síðasta áratuginn og almættið virtist stíga hratt og örugglega inn.   Nú skildu tungur tala hreint út og lygin láta undan.  Feluleikur fortíðar tókst á við frelsi framtíðar, rétt var rétt og rangt var rangt.  Júdas tók af skarið eftir að  unga konan hafði aftur horfið út í nóttina í leit að niðurbrotnum  samhljóma sálum og var aftur komin,  umvafin draugum fortíðar.  Unga konan var einhvern veginn svo falleg að innan þrátt fyrir allt og sagði Júdasi sannleikann aftur og aftur og gerði það líka núna.  „ Ég virðist ekki stjórna þessu, ég ræð ekki við mig“ sagði hún döpur og Júdas sem hingað til hafði geymt og grafið  slæma hluti fyrir öllum nema Almættinu og hafði hingað til álitið að sú fyrirgefning nægði fann það í hjarta sínu að hann varð……..alveg sama hvað myndi gerast.  Hann elskaði hana út af lífinu og vissi vel að hann gæti misst hana að eilífu ef hún vissi allt en hann varð……

Hún hlustaði og grét  og síðan hvarf hún út í sólarupprásina og svaraði engu.  Ef til vill myndi Júdas ekki sjá hana aftur en sannleikurinn var samt kominn út úr myrkrinu og inn í ljósið og þar ætlaði Júdas að hafa hann.  Sá dagur myndi koma að hjarta hans myndi róast á ný og söknuður ásamt annarri vanlíðan myndi víkja.  Þannig vinnur Almættið.  Júdas sá ekki eftir þessu og það varð honum svo ljóst að nú þegar hafði hann sigrað í þessari baráttu milli góðs og ills myndi sá sigur myndi ala af sér eitthvað gott.  Veik von var í brjósti hans um að þetta markaði upphaf einhvers milli hans og Ungu konunnar sem þó var horfin.


Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband