11.3.2015 | 21:08
Verður hvíslið ljúfara ?
Ég held að Júdasarblogg hljóti að heyra sögunni til því útrás gamals manns á erfiðum stundum virðast ganga út á rökræður við sjálfan sig bæði upphátt og í hljóði en áður var útrásin fólgin í skrifum og stöku ljóði. Júdas er greinilega að breytast. Hér áður gat hann hent út þeim sem honum þótti vænst um til að standa vörð um eitthvað sem hann trúði á en í dag væri hann vís með að henda sjálfum sér út til að vernda alla þá sem jafnvel bregðast honum og særa hann djúpt. Undarlegt er þetta líf sem virðist upp teiknað af manni sjálfum þar sem öllu er haganlega fyrir komið bæði í orði og á borði. En handritið virðist ekki ganga upp og hvíslarinn hvar er hann ? Júdas skilur þetta ekki.
Ilmandi ung kona sem allt virtist snúast um, jafnvel áður en hún kom til sögunnar gengur þvert á handritið og fylgir ekki línunum að minnsta kosti ekki þessa dagana. Júdas heyrir samt orðin ég elska þig en þau virðast máttlaus í bugaðri sál, skynjun þess særða sem átti samt ekki einu sinni skilið að heyra þau í upphafi. Fyrirgefning, hvar er hún og af hverju heyrist ekki hvísl hennar ? Verður ljúfara að heyra þau orð hvísluð en fallega ástarjátningu fullum rómi ?
Hún er samt hans en hann trúir því ekki. Hún sagði það en hann heyrði það ekki . Hún segir það og hann skilur það ekki. Hún segir það aftur og hann fyllist efasemdum. Efasemdir virðast hafa hreiðrað um sig í huga hans. Skyldu þær vera komnar til að vera ? Hjá Júdasi virðist upp vera niður og niður vera upp.
Þessi dagur er liðinn og Kútínan sest í fangið á Júdasi og kyssir hann góða nótt. Kúturinn vill fá hann upp til að breiða yfir sig. Líklega var tilganginum náð. Líklega er þetta sagan öll og nóg sagt.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.