12.3.2015 | 22:02
Verður hún sú sem birtist og brást ?
Hún kallaði og hann kom. Hann kom strax. Júdas gat ekki annað og þótt tilefnið væri ekki gleðilegt var gleði Júdasar ósvikin. Að láta sig hverfa í norðankalda yljaði honum og yfir sorginni gladdist hann, í söknuðinum naut hann nærveru hennar og ilmurinn var hans. Þegar þau kvöddust var hann glaður en þegar heim var komið tóku efasemdir völdin.
Hvar er hún og hvert fer hún? Verður hún hans eða verður hún einskis? Verður hún unga konan sem hann þekkti? Verður hún unga konan sem ilmar eða verður hún sú sem birtist og tók völdin. Verður hún sú sem birtist og brást eða verður hún sú sem var og gaf.
Júdas vill svör sem hann fær ekki en almættið? En almættið hvað? Var þetta alltaf ljóst? Júdas þurfti bara að muna að það sem var, það er og það verður. Júdas hefur reyndar líka sinn djöful að draga sem þó virðist léttbær og gæti hann tekið hluta af djöflum Ungu konunnar væri hann tilbúinn til þess. Lausnin er að muna og gleyma ekki. Biðja og þreytast ekki. Vera tilbúinn þegar kallið kemur.
Hún er mín!
Júdas gæti fundið ró.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.