16.3.2015 | 07:47
Væri lausnin sú að loka
Úti gnauðar vindurinn og Júdas rétt eins og alltaf var vaknaður inn í myrkrið. Dagrenning þó á næsta leyti en í huganum var bardagi ljóss og myrkurs, dags og nætur. Var kannski myrkur eins, ljós fyrir öðrum og húmið hjá henni dagrenning hjá þeim sem henni unna. Var þetta kannski lykillinn að því að Júdasi líði betur, að sleppa og svæfa hugsanir, að ganga bara hjá og horfa ekki á. Átti þetta að vera sú áminning sem almættið gefur, sjáðu gamli, þetta valdir þú og getur enn horfið í sjálfan þig og þína drauma. Ungar konur sem velja að horfa ekki bara á heldur kasta sér í viðjar fortíðar sinnar þótt litlir ilmir þeirra svífi fyrir vitum þeirra biðja ekki um björgun. Þær vilja frið í myrkrinu. Vilji þeirra er staðfastur og ákvarðanir fyrir lífstíð teknar á þeirri stundu. Af hverju ætti gamall maður að snúa við og rétta fram hendurnar, hlaupa um hæðir hrópandi nafn hennar eins og ástsjúkur ung-Júdas. Af hverju ætti hver dagur að vera bið þegar biðin er svona löng og nístandi. Ódýr orð á einmana stundum í fjarveru þurfa ekki að vera þau orð sem sögð eru í nálægð þegar augun renna yfir gamlan mann með lokuð augun, gamlan Júdas sem þarf ekki að eiga hana skilið til eilífðar. Drottinn gaf og Drottinn tók. Getur verið að skynsemin segi henni að snúa til baka í bili og hlusta á raddir annarra, þeirra sem telja sig vita og telja sig geta sett sig í spor almættisins. Getur verið að í neyðinni sé ekki hlustað á fjarlægt hjarta heldur teiknuð upp mynd sem virðist ljúf og kunnugleg og gæti gengið um stund. Þangað til næst! Vill Júdas eða vill hann ekki. Væri lausnin sú að loka. Loka á allt. Kveðja ilminn og leita nýrra. Eða bara leita einskis.
En Júdas veit að áður en sólin er sest verður hann aftur orðinn hennar í huga og í verki og tilbúinn að hlaupa um hæðirnar á ný ef hann eða hún þyrfti.
Ilmur hennar í dag mun fylgja Júdasi inn í nóttina.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.