25.3.2015 | 07:53
Regnið sem áður var svalandi
Nú vil ég að þú farir að koma Unga kona. Ég þarf þig, ég þarf ilminn, ég þarf faðmlögin, ég þarf hlátur þinn og ég þarf grát þinn. Ég þarf að finna fyrir þörf þinni, fyrir sál þinni, fyrir líkama þínum. Finna fyrir því að þú þurfir á Júdasi að halda. Komdu heim.
Júdas þarf að fara að hugsa um sjálfan sig, hugsa um fjölskylduna, hugsa um kútinn og kútínuna. Það fer að líða að síðasta útkalli. Flótti frá sjálfri sér, hræðsla við að takast á við drauga fortíðar og löngun til að verða betri þarf að eiga sér stað í faðmi fjölskyldunnar. Júdas gerir sér betur og betur grein fyrir því að gleðin verður að fá inngöngu . Regnið sem áður var svo svalandi veldur sársauka í dag sem verðu að linna. Komdu heim.
Nú þarf Júdas bara þor til að segja orðin.
Það var eins og Unga konan hafi vitað þessar hugsanir gamla mannsins, eirðarleysi hans og óöryggi, bráðlæti hans og eigingirni. Ég elska þig svo heitt en þú verður að vera þolinmóður við mig . Ég veit að þú vilt fá mig heim og ég vil það líka en ég vil vera heil . Líklega er þráðurinn á milli þeirra sterkari en svo að hann verði slitinn í sundur og tilgangur með hverjum degi í þessari baráttu.
Glímunni við draugana var ekki lokið en margir þeirra þeirra orðið undir í baráttu góðs og ills. Þar er Unga konan sterk og hefur alltaf leitað til almættisins þegar sálartetrið bugast. Í dag er þetta þó öðruvísi því hver dagur er undir leiðsögn Hans og það veit Júdas vel. Hann þekkir hann líka.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.