Mjúkur maður er ömurlegur

     Ég held ég hætti þessu.  Júdas virðist farinn að skrifa í hringi og veltir því fyrir sér hvort í þessu felist einhver huggun og hvort réttast væri að þegja.  Hann fer í taugaranar á sjálfum sér og gamla manninum á bak við hann.  Sjálfsvorkunn, örvænting, reiði og óöryggi eru tilfinningar sem Júdasi líkar ekki og að þær taki yfir sjálfsöryggi, jafnvægi, yfirvegun og rólyndi geta riðið honum að fullu.  Allt út af ungri konu.  Er það þessi virði?  Júdas er það að auki karlmaður og ætti líklega ekki að bera vandræði sín á borð fyrir aðra.  Þótt það sé undir fölsku flaggi.  Mjúkur maður er ömurlegur og ætti ekki að ala upp börn, sér í lagi stráka.  Nú er hann sjálfum sér líkur.  Júdas er hrokafullur og hortugur og lætur ekki vaða yfir sig.  Enginn getur hengt hann á þann sem hann er nema hann viti það!  Þeir eru bæði líkir og ólíkir.  

Hvað fær maður svo sem út úr þessu ?  og ef ég man rétt eru fallegar góðar konur úti um allt.  Júdas man strax eftir nokkrum og ef hann legði sig fram yrði tilfinningunum komið í annan farveg á stuttum tíma og lífsins notið á ný með fallegu tilhugalífi.  Er það ekki bara málið ?  Hljómar vel en……..

Of einfalt til að geta verið satt, of einfalt til að geta gengið upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 48615

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband