30.9.2007 | 21:51
Haustið er komið enn á ný
Jæja, þá er haustið komið og fer það ekki fram hjá nokkrum manni. Rokið og rigningin allsráðandi og gróðurinn litríkari en nokkru sinni eins og verið sé að bæta manni það upp að veturinn er á næsta leiti. Þetta fær mann til að hugsa um sambandsslitin því einhvern veginn hafa samböndin verið árstíðaskipt og endað í kulda sem ekki var við snúið. Þótt síðustu sambandsslit hafi verið sameiginleg ákvörðun tekin í yfirvegun voru þau sár og kvalarfull þegar frá leið alveg eins og þau fyrri. Hvernig er þetta eiginlega með mig? Get ég virkilega ekki verið í sambandi til lengri tíma? Tvö ár-fjögur ár-níu ár-fjögur ár, ég skammast mín fyrir þetta og myndi aldrei blogga um þetta undir nafni. Það er eitthvað að hjá mér. Ég er samt þakklátur fyrir kútana mína tvo sem gefa mér þrótt og gleði hvern einasta dag. Við erum feðgar og ég þakka Guði fyrir það að við skulum fá að búa saman. Reynslan segir mér samt að það vori aftur síðar og ný ást kvikni með allri þeirri fegurð, spennu og örlæti sem því fylgir og ég hlakka til. Ég eyði samt svona hugsunum eftir að hafa brosað í nokkrar mínútur yfir þeim því etv ætti ég að berjast á móti þessu vitandi að þetta tekur enda eins og þau hin. Ég fæ ekki allt, hef mikið fengið en brugðist í þessu. Júdas er réttnefni.............
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.