illskeyttar barnsmæður of margar

Lítill drengur m blóm     Þá er litli kúturinn kominn til mömmu sinnar og verður þar í viku að undanskildum einni eða tveimur nóttum þar sem hún þarf etv að vinna aukalega.  Það er ekkert nema gott um það að segja að fá kútinn í hreiðrið aukalega.  Ég fór yfir það í huganum áðan hversu gott það er að eiga 100% gott samband við barnsmæður þegar til skilnaðar kemur eða bara yfir höfuð.  Ég á því láni að fagna að mínar barnsmæður hafa reynst óaðfinnanlega í öllum samskiptum og sett barnið í fyrsta sæti.  Það hljómar vel og hljómar sjálfsagt eins og það sé alltaf þannig hjá fólki en það er alls ekki.  Reiði og biturleiki þar sem barninu er otað í fremstu víglínu óvopnuðu og óbrynjuð er í alltof mörgum tilfellum látinn yfir barnið ganga og þann sem ekki er með forræðið og vil ég fullyrða að þar eru mæður í rosalega mörgum tilfellum gerendur og illskeyttari en feður.   Þær bölva feðrunum og segja þá ekkert geta, engu nenna og ekkert skipta sér af barninu en gleyma öllum þeim beiðnum og hliðrunum sem þær ekki vildu líta við af þrjósku og eigingirni að því er virðist og njótandi þess „valds“ sem þeim var falið.   Auðvitað eru vafalaust til dæmi í hina áttina þar sem feður geta komið svona fram við mæðurnar en oftast eru það mæðurnar.  Mig hefur oft langað til að ganga í félag einstæðra feðra til að geta sýnt hina hliðina á þessum málum þar sem móðirin hugsar um barnið og samskiptin við föðurinn sem af alúð.   Þannig var það með eldri soninn sem er 16 ára í dag og hefur búið hjá mér í 11 ár.  Ég var aldrei með forræðið yfir honum enda ekki boðið upp á sameiginlegt forræði hér í denn heldur bara otað að mér blaði og mér sagt að skrifa undir „hérna“.   Ég bjó með þeirri konu í fjögur ár en drengurinn kom undir eftir tveggja ára sambúð í mikilli gleði og hamingju.   Tveimur árum seinna var sambúðin á enda og ég flutti út.  Þar sem drengurinn átti hjarta mitt óskipt og skilningur móðurinnar var algjör voru allar helgar pabbahelgar og þurfti ég aðeins tvisvar að hliðra því vegna vinnu en tók kútinn þá á virkum dögum í staðinn.   Allt gekk vel og stundum kom hún með hann á náttfötunum til mín seint um kvöld af því hann neitaði að fara að sofa og vildi sofa hjá pabba.  Aldrei fann ég til  afbrýðisemi, reiði eða neins þvílíks heldur alltaf vináttu og kærleika.  Auðvitað kom það fyrir þegar hann var hjá mér að hann vildi mömmu og þá var þetta gagnkvæmt.  Ég flutti nokkrum árum síðar á höfuðborgarsvæðið, burtu frá drengnum en þá flaug hann til mín helgi eftir helgi fyrsta hálfa árið en sagði svo stopp!  „Ég vil flytja til pabba“ var viðkvæðið og hún hringdi í mig og sagði mér frá þessu.  Þremur mánuðum seinna var hann fluttur til mín og enn og aftur sannaði hún hversu ljúf hún er og óeigingjörn.   Ég er alltaf að heyra sorgleg dæmi og veit einnig um þau úr kunningjahópnum þar sem reiðar mæður, bölvandi feðrunum bregða fæti fyrir góð samskipti við börnin með því einu að vera ósveigjanlegar og ósanngjarnar í framkomu gagnvart feðrunum.  Sá sem fer með forræðið er ekki lögregla eða dómari í samskipum barns við föður heldur erindreki og verndari barnsins einnig í samskiptunum við föður og ber að leita allra leiða til að barnið fá það sem því ber í þessum samskiptum.   Ég er lánsamur og þakka Guði fyrir það.   

Stöndum vörð um samskipti barna við báða foreldra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðu og jákvæðu hlutirnir verða líka að fá að koma fram

Jónína Dúadóttir, 7.10.2007 kl. 11:21

2 identicon

Rambaði inná bloggið frá mbl!

 En vil bara koma á framfæri að mér finnst æðislegt að lesa svona sögu, að þetta sé þá til þrátt fyrir allt, þú ert í alveg öfundsverðri stöðu hvað þetta varðar :)

Sjálf þekki ég of mikið af hinum hliðunum á báða bóga, þar sem bæði er ég skilnaðarbarn og á stjúpbörn, og vildi ég óska að öll samskipti hefðu verið og væru eins og þú lýsir. 

Óviðkomandi (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 08:23

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Er sammála óviðkomandi um að þetta er á báða bóga. Við konurnar þekkjum frekar til hinna dæmanna, þið karlmennirnir til þessara sem þú lýsir í fyrirsögninni. Fólk er misjafnt, svo einfalt er það og aldrei gott að taka afstöðu í svo persónulegum málum því það eru alltaf tvær hliðar á þeim. Ljótt samt að láta reiðina bitna á börnunum. Foreldrar mínir hafa aldrei búið saman en áttu alltaf góð samskipti. Ég dáist að þeim fyrir það. Verð alltaf glöð þegar ég heyri sögur eins og þína hér að ofan. Takk fyrir það.

Ég á einn illskeyttan barnsföður, annan sem er oftast vinalegur en getur farið í taugarnar á mér. Ég hef lært að brosa í báðum tilfellum þótt það taki stundum á. Báðir eru búsettir erlendis.

Félag ábyrgra feðra hefur skipt um nafn og nefnist nú Félag um foreldrajafnrétti (sbr. heimasíðu þeirra www.abyrgirfedur.is )

Ég er að sjálfsögðu yndisleg barnsmóðir

Laufey Ólafsdóttir, 12.10.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband