Skortur á móðurímynd?

     Unglingurinn minn er með stöðugar áhyggjur af mér,  stundum það miklar að ég er með áhyggjur af honum.  þetta kemur reyndar fram í mikilli umhyggju sem oft endar með því að ég fer inn til hans, tek utan um hann og segi honum að vera ekki með svona miklar áhyggjur af gamla manninum því honum líði mjög vel.   Í gærkvöldi var hann með tveimur félögum sínum en var alltaf að koma fram og taka utan um mig,  „ertu ekki glaður pabbi minn“ ,  „líður þér nokkuð illa“ ,  „er eitthvað sem ég get gert fyrir þig?“,    „ertu nokkuð dapur“.......    Ég fæ áhyggjur af þessum ofur áhyggjum hans af mér því ég læt hann aldrei vita af mínum áhyggjum, er stöðugt að hvetja hann og leysa úr unglingavandamálum sem hann ber mikið undir mig og virðist ekki vera feiminn með neitt í þá áttina.   Ég er reyndar ekki þannig að það gusti í kringum mig,  rólegur, yfirvegaður og fagna á rólegu nótunum, stekk aldrei upp á nef mér og hef ekki heldur gert það gagnvart drengjunum mínum.  Hér eru hlutirnir ræddir við eldhúsborðið og niðurstaða fenginn í málið.  En af hverju er hann þá svona áhyggjufullur út af mér?  Meira að segja með kvennamálin sem tæplega er hægt að nota það orð um þegar þau eru ekki til staðar.   „Ætlarðu ekki að finna þér vinkonu pabbi“  hef ég fengið að heyra nokkrum sinnum.   Hann hefur líka verið hræddur um að ég deyi alveg frá því hann fattaði það dæmi og er enn að nefna það og um daginn sagði hann að hann vildi frekar deyja en missa mig.   Mér finnst þetta óhugnanlegar umræður en við spjöllum þó um þetta þegar hann nefnir þetta.    Þessi vinur er samt alls ekki þjáður að sjá af áhyggjum.  Hann er vinamargur, vinsæll,  mikið hringt í hann,  nýtur kvenhylli og er glaðvær og galsafenginn .  Alls ekki það að ég haldi að þessir hlutir geri hann hamingjusaman en ég er líklega að reyna að draga upp mynd af honum.   Stundum held ég að fullyrðingar mínar um það að betra sé að slíta sambúð og láta börnin ekki alast upp í óhamingju þótt rifrildi og læti séu ekki til staðar heldur en að slíta henni ekki..........  Ég er samt ekki viss um þetta í dag.   Ég veit ekkert um það hvort uppeldið sem hann fær frá mér sé nægjanlegt eða hvort skorturinn á móðurímyndinni þjaki þennan kút.  Ef til vill hefur uppeldið minna um þetta að segja heldur en við höldum og upplagið og sá andi sem honum er blásinn í brjóst  vegi þyngst.   Ég kenndi honum að biðja þegar hann var lítill kútur og fyrir nokkru sagði hann mér að hann bæði alltaf annað slagið þegar honum liði illa og  það hefði áhrif til hins betra.    Þegar ég var kútur man  ég efir því að samviskan var eitthvað sem fylgdi mér eins og heitur eldur og ég átti í glímu við  því samviskubit út af þessu og hinu var viðvörun um það hvort ég hafði breytt rétt eða rangt.   Þetta varð ég var við hjá Unglingnum strax á kútastiginu og  oft þurfti ég að fara yfir liðinn dag með honum til að finna það út hvað olli stingnum sem hann hafði í brjóstinu.  Það leystist alltaf og við sofnuðum vært.   Ef til vill erum við feðgar bara líkir og því er ég sannfærður um að hann sé góður strákur með sterka samvisku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Krakkrnir mínir voru líka svona þegar við vorum farin að búa saman án pabba þeirra, alltaf að gá hvort mér liði ekki örugglega vel. Mér datt aldrei í hug að það væri skortur á einhverju..... Þetta eru bara svo góðir krakkar, eins og hann sonur þinn er greinilega líka

Jónína Dúadóttir, 20.10.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband