Allt hefur sinn tíma

    Ef maður hugsar of mikið um suma hluti er eins og allt fari á flug hjá manni og fleiri spurningar vakna en leitað var svara við í upphafi.  Gætum við verið að  leita svaranna aðeins of langt frá okkur og gætu svörin hugsanlega verið við tærnar á okkur?  Getur verið að sannleikurinn sé svo einfaldur að hann verði ekki skilinn eða er hann eins og jafna sem ekki gengur upp?  Ég er sjálfur í leit að einhverju og treysti því að það villist ekki einhver inn á síðuna sem haldi af fyrrihlutanum að ég sé með svörin því það er langur vegur frá því.  Mér skilst hinsvegar að allir hlutir hafi sinn tíma og því teysti ég á  að sorg og söknuður,  vanlíðan og depurð fari eða hverfi en geri mér það þó ljóst að það geti skollið á mér aftur síðar. Ekkert undir himninum er komið til að vera, allt virðist vera hverfult, en þetta er þó ljóst:  

Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, að gróðursetja hefur sinn tíma og að rífa upp það sem gróðursett hefur verið, hefur sinn tíma, að deyða hefur sinn tíma og að lækna hefur sinn tíma, að rífa niður hefur sinn tíma og að byggja upp hefur sinn tíma, að gráta hefur sinn tíma og að hlæja hefur sinn tíma, að kveina hefur sinn tíma og að dansa hefur sinn tíma, að kasta steinum hefur sinn tíma og að tína saman steina hefur sinn tíma, að faðmast hefur sinn tíma og að halda sér frá faðmlögum hefur sinn tíma, að leita hefur sinn tíma og að týna hefur sinn tíma, að geyma hefur sinn tíma og að fleygja hefur sinn tíma, að rífa sundur hefur sinn tíma og að sauma saman hefur sinn tíma, að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma, að elska hefur sinn tíma og að hata hefur sinn tíma, ófriður hefur sinn tíma og friður hefur sinn tíma........................

Ég hlakka til vinnáttunnar, værðarinnar og kærleikans.  Ég hlakka til angans,  augnatillitanna og glettninnar.  Ég hlakka til löngunarinnar, þrárinnar og væntinganna.  Ég hlakka til stoltsins, glæsileikans og djörfungarinnar.  Ég hlakka til kossanna, strokanna og blíðuhótanna.  Ég hlakka til þessa dags að ég finn hana eða hún mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert alveg stórmerkilegur karakter af karlmanni að vera Mér líst vel á að þú skulir hlakka til, það er svo gott fyrir sálina og heldur í burtu depurð og allskonar annarri vanlíðan Farðu vel með þig, það gerir það enginn annar !

Jónína Dúadóttir, 10.11.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Júdas

Mér leið miklu betur eftir þessar vangaveltur mínar í dag og reyndar vaknaði ég kl fimm í morgun og velti þessari vitleysu fyrir mér.  Fyrri hlutinn er predikarinn og hefur svo oft poppað upp í kollinum á mér.  Maður vill bara stjórna þessu.

Júdas, 10.11.2007 kl. 19:39

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já ég veit og skil

Jónína Dúadóttir, 10.11.2007 kl. 19:49

4 Smámynd: Fiðrildi

Ég hlakka líka rosalega til alls þess arna.  Finnst þú samt gleyma traustinu ;)

Fiðrildi, 11.11.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Fiðrildi

 . . úps . . . það er líklega innifalið í værðinni.

Fiðrildi, 11.11.2007 kl. 00:11

6 Smámynd: Júdas

 jú jú, ég held að það sé innifalið í værðinni.  Ég á svo erfitt með að útskýra þessa værð sem ég tala um en hún væri sennilega ekki til staðar ef traustið væri það ekki.  Allir sem maður elskar sofandi og þögnin og værðin yfir öllu.  Maður er ekki að missa af neinu og það er ekkert sem truflar eða rótar í huga manns.  Allir sem maður elskar eru hjá manni.

Júdas, 11.11.2007 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 48617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband