Sunnudagur til sælu

     Ég veit ekki af hverju ég hef ekki getað sofið út í mörg ár.  Ég er alltaf vaknaður langt á undan öllum nema kannski mömmu.   Mamma var og er svona og ef það maður þurfti að vakna óvenju snemma hér áður fyrr jafnvel eftir að úr hreiðrinu var flogið var hringt í mömmu og hún beðin um að hringja því hún var óskeikul í þessu.  Fáum árum síðar var ég orðinn svona sjálfur og hef verið allar götur síðan.  Þó var það um daginn að ég svaf rosalega með kútnum en við sváfum til kl 8:30 á sunnudegi ef ég man rétt, sem mér fannst með því rosalegasta.   Ég var auðvitað búinn að vita aðeins af mér á góðum vaktatímum eins og venjulega, 01:30 unglingurinn að fara að sofa,  03:00 helli rigning, mér finnst rigningin góð, 04:30 fréttablaðið,  05:30, kúturinn tróð sér þversum upp á koddann minn,  07:00, ferlega er klukkan orðin margt og kúturinn sefur.  Næst þegar á klukkuna var litið var hún orðin 08:30 svo ég spratt upp og gekk fram eins og gamalmenni, leið eins og keyrt hefði verið yfir mig og bakkað svo yfir mig aftur.  Það er samt þannig að þrátt fyrir stífa kaffidrykkju sofna ég nánast alltaf undantekningar laust strax og ég halla mér á koddann,  og ég neita því ekki að blundur í sófanum fyrr um kvöldið gæti haft áhrif á þetta.  Um vandamál er ekki að ræða því og í merkri bók stendur skýrum stöfum að hurðin snúist á hjörunum en letinginn í hvílu sinni.  Ég er ekki frá því að ég sé samt latur þessa dagana en það á eftir að breytast.  Ég afhenti verkefnið sem ég vann að í gærmorgun og það var þvílíku fargi af mér létt þótt ég gæti átt eftir að endurvinna eitthvað ef reynslan og prufukeyrslan á því segir svo.

Nú fer að líða að upphengingum á ljósum tilheyrandi blessuðum jólunum en ég hef í seinni tíð orðið miklu meira jólabarn en áður var.  Ég er líka miklu hlynntari því að menn hengi snemma upp ljós og taki þau seinna niður enda lít ég á þetta sem gleðigjafa í niðamyrku skammdeginu öllum til yndis.  Í föðurhúsum í stóra þorpinu vorum við vön að skreyta allt á þorláksmessu og auðvitað var slökkt á þessu öllu og það tekið niður á þrettándanum.    Nú heyrast hróp innan úr svefnherbergi svo það er best að fara og sinna litla kútnum einu af ljósunum sem skærast skín í lífi mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag og velkominn á fætur. Ánægjulegur pistill hjá þér

Jónína Dúadóttir, 11.11.2007 kl. 09:46

2 Smámynd: Fiðrildi

Gleðilegan feðradag

Fiðrildi, 11.11.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: Júdas

Takk fyrir það stelpur, ég verð að játa það að ég hafði ekki hugmynd um þetta.  Sá ekkert um þetta í blöðum eða fréttum.

Júdas, 11.11.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband