Falin sorg mín.....

 Frá vitund minni
til vara þinna
er veglaust haf.

En draumur minn glóði
í dulkvikri báru,
meðan djúpið svaf.

Og falin sorg mín
nær fundi þínum

eins og firðblátt haf.

Ég tek stefnuna á fallegan góðan dag og ætla að láta regnið sefa mig og róa.   Sumt verður ekki frá okkur tekið en höldum í vonina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vá æðilsegt, hver orti ?

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aðeins að flýta mér, taka 2 : Vá æðislegt, hver orti ?

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Júdas

Þetta er úr "Tíminn og vatnið" eftir Stein Steinarr.  Margt frábært þar.

Júdas, 12.11.2007 kl. 12:34

4 identicon

Steinarr er frábær!

Það er eins og af síðustu færslum þínum að þú sért enn í sorginni og söknuðinum.  Þú mátt aldrei halda áfram fyrr en þú hefur gert þann kafla upp við þig.  Fyrst þegar að þú upplifir léttinn og gleðina í hjarta þínu . . . þá ertu tilbúinn í næsta áfanga og dregur þá ástina að þér eins og segull

engin (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:04

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svo rétt og satt hjá "engri"

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 15:46

6 Smámynd: Júdas

Ég reiknaði fyrst bara með hausti og síðan vetrarsól, en reikna núna með þyngri vetri, ef til vill þó bara hluta af honum en síðan SKAL birta!

Ljóð segja svo margt og ég held að ég sé að varða ljóðaóður.

Takk fyrir athugasemdirnar og fyrsta bloggkossinn sem ég fæ.

Júdas, 12.11.2007 kl. 18:34

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hí hí "ljóðaóður"

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 19:19

8 identicon

Fallegt.

Takk fyrir mig. 

Ragga (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband