Hann var bara siðblindur

     Ég átti kunningja fyrir mörgum árum sem mér þótti vænt um.  Hans akkilesar hæll var sá að hann var siðblindur og reyndar svo slæmur að við félagarnir töluðum um að hann væri siðdauður.  Það var samt ekki þannig að hann væri alvondur því hann var vinur vina sinna, barngóður og elskaði konur svo ég tali nú ekki um þær sem vildu sænga hjá honum.  Hann var ekki einn þeirra sem for illa með þ ær og ekki einn þeirra sem barði þær og ekki einn þeirra sem æpti á þær, alls ekki.  En hann var einn af þeim  sem eyddi peningunum þeirra.  Hann bara vissi ekki hvað var rétt og hvað var rangt.  Hann var til í að lána þér alls kyns hluti sem hann átti ekkert í en voru í hans höndum tímabundið og vegna blindunnar sá hann ekkert athugavert við það.  Sumir félagar hans notuðu hann,  gerðu óspart grín að honum, níddu hann jafnvel niður í fjölmenni og hann lét sig alltaf hafa það.  Einn vinur hans stundaði það til dæmis og nánast undantekningarlaust í sturtuklefunum eftir æfingar að pissa utan í hann um leið og sá siðblindi var kominn með sápu í hárið og pírði aftur augun.   Þetta gerði hann fyrir framan alla og allir hlógu að þessu.  Okkar maður vissi ekkert hvað var í gangi.  Við töluðum frekar frjálslega um hann, ég meina hann var siðblindur og við sögðum það bara okkar á milli.  Með árunum ágerðist þetta, hann komst í kast við lögin vegna ölvunaraksturs og þjófnaðar á peningum sem hann átti að hafa milligöngu um og þar fram eftir götunum þannig að hann var auðvitað bara orðinn bófi......

     Mér þótti samt alltaf vænt um hann en passaði mig á því að lána honum aldrei peninga og notaði þá aðferð að þegar hann barmaði sér vegna peningaleysis og hvað hann væri svangur þá barmaði ég mér með honum.  Tilfellið var samt að oft var hann svangur og þegar ég yfirgaf hann, en ég heimsótti hann mikið í vinnuna fór ég rakleitt upp á pizzustað sem var ekki langt frá , borgaði og lét senda honum pizzu, nafnlaust auðvitað en hann nefndi þetta aldrei.  Líklega ekkert spáð í samhenginu að oft þegar ég var búinn að vera hjá honum fékk hann senda pizzu.  Seinna var hann settur í grjótið fyrir einhver brot og ég heimsótti hann þangað tvisvar sinnum.   Eldri strákurinn minn sem þá var fimm ára þekkt hann vel og fór oft með mér til hans í vinnuna.  Þegar við vorum allt í einu hættir að fara þangað vildi kúturinn vita af hverju og ég sagði honum auðvitað að hann væri í fangelsi því hann væri góður strákur en væri samt bófi því hann hefði gert ranga hluti.   Einhverju seinna rakst ég á vininn inni í verslun, greinileg sloppinn úr fangelsinu og með nýja konu upp á arminn.  Ég var með litla kútinn með mér eins og alltaf og meðan ég og vinurinn féllumst í faðma og spjölluðum var sá litli alltaf að reyna að segja eitthvað en komst ekki að.  Í einni þögninni glumdi allt í einu í kútum.  "Herru......ertu bófi....pabbi minn segir það." "Af hverju ertu það"..............púfff.  Mér til mikillar furðu varð ég ekkert vandræðalegur, náði að skella svolítið upp úr og sló á öxlina á honum.   Þessir kútar maður, þeir leggja bara saman tvo og tvo.........

     Ég flutti úr Þorpinu og heyrði svo í útvarpinu að vinurinn hefði verið dæmdur í margra ára fangelsi fyrir mjög alvarlegt brot þannig að siðblindan hafði greinilega leitt hann á ljótari brautir.  Um daginn frétti ég að hann væri kominn út en ég hef ekki séð hann í ca 12 ár.  Mér þótti vænt um hann og er að bræða það með mér hvort ég eigi að koma við hjá honum þar sem hann vinnur til að taka í höndina á honum nú eða hvort ég ætti bara að senda honum pizzu og sleppa því að hitta hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

hmmm . . einhvern tíman las ég á blogginu þínu að þú óttaðist grimmilegar athugasemdir.  Jæja, það er komið að þeirri fyrstu   Vinur hvorki pissar né gerir grín að Vini sínum.  

Farðu og heimsóttu hann og vertu meiri vinur en vinur ykkar.  Vinur þinn þarf örugglega á góðum vin að halda.

Fiðrildi, 19.11.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Júdas

Ég óttast ekki grimmd frá þér en hefði átt að setja þarna "vinur" í gæsalappir því auðvitað var ekki um raunverulega vináttu að ræða en sá einfaldi hélt það. 

Ætli maður líti ekki á félagann og athugi hvort fangelsið hafi gert hann að betri manni.  Annars er ekki víst að félagsskapurinn sé góður í dag.

Júdas, 19.11.2007 kl. 20:20

3 Smámynd: Fiðrildi

 . . þú getur gefið vináttu án þess að þiggja félagsskapinn ;)

Fiðrildi, 19.11.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Júdas

Það er nákvæmlega það sem ég vil gera.   

Júdas, 19.11.2007 kl. 23:41

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég mundi kíkja til hans með pizzu

Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband