21.11.2007 | 08:05
Stattu þig Júdas
Í mér er einhver prófskrekkur í dag, eða tilfinningin er þannig. Eins og manni líður klukkutíma fyrir próf og maður veit að það verður engu við bætt og allur tíminn ætti að fara í slökun og hugarfarslegan undirbúning. En undirbúning undir hvað? Ég er búinn að taka þau próf sem ég þarf að taka fyrir áramót og þótt á mér hvíli nokkur verkefni tengd vinnunni eru þau þess eðlis að prófskrekkstilfinning á ekki við. Ég er á heimavelli þar. Jólin, nei þau eru ekki prófraun, þau líða hjá, já vinnan sér fyrir því. Ég er á gati þótt ég viti það innst inni. Það er bara tilfinningin sem er að stríða mér. Ég leit í spegilinn í morgun og var ekki eins kátur með mig og í gær. Getur það verið að spegilmyndir eldist hraðar, ég meina hefur einhver getað afsannað það ? Ég vil nú ekki taka það stórt upp í mig að ég líti út eins og borðtuska með tennur en getur verið að öldruð móðir mín sé ekki dómbær á þetta þegar hún segir að ég sé yndislegur og gullfallegur? Yndislegur fylgir bara því hún hefur ekki þann hæfileika að lesa hugsanir og hefur greinilega ekki séð allt myndbandið en gullfallegur fær mig til að efast. Sjónin er kannski verri hjá henni en ég reiknaði með.
Jæja, gullfallegur dagur í vændum reikna ég með en ég finn að æfingar undanfarinna daga hafa tekið sinn toll hjá gamla manninum. Kaffibollar morgunsins eru farnir að tikka inn svo þetta gæti lagast. Ef til vill er fallhlutfallið ekki svo hátt en það er klárlega próftökurétturinn sem vefst fyrir mönnum.
Stattu þig Júdas! Betur en spegilmyndin!
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mamma þín er skynsöm kona, með augu sem sjá þig eins og þú ert. Trúðu henni, þú veist alveg að hún hefur oftar en ekki rétt fyrir sér ! Og trúðu mér þegar ég segi að spegilmyndin eldist miklu hraðar en við... á morgnana Borðtuska með tennur !!!!! Æðislegt !!! Má ég nota þetta, á eina sem ég þoli ekki.... ?
Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.