Ég tók örlagaríka ákvörðun

      Ég tók áðan örlagaríka ákvörðun eftir hrókasamræður og mikil skoðanaskipti við sjálfan mig enda vaknaði ég enn og aftur uppúr kl 4 og var ég kominn á fætur rúmlega klukkutíma síðar til að skipuleggja þetta.  Ég ætla að kasta mér fyrir ljósastaur.  Þar liggja örlög mín.  Þar gætu hlutirnir verið að gerast eða hvað.  Menn kasta sér fyrir lestar og menn kasta sér fram af brúm, menn kasta steinum, jafnvel krónum en ég, ég ætla að kasta mér fyrir ljósastaur því þar er mér lifandi líst.  Og hvað gerist?  Við bæði verstu og bestu skilyrði gerist nákvæmlega ekki neitt sem er frábært og ætti að henta mér fullkomlega.  Engir sénsar teknir, engin sorg í vændum, engin óhamingja, engin áhætta, engar breytingar sem gætu leitt til ógæfu.  Að vísu fylgir því engin hamingja, engin ást, engin lífsfylling, engin gleði, ekkert óvænt og það skilur ekkert eftir sig, ekki einu sinni reynslu til að byggja á en er það ekki bara ég í hnotskurn?  Menn pissa upp í vindinn og aðrir stinga höfðinu í sandinn en þeir eru ekki margir sem gera hvoru tveggja og maður spyr sig, hvort sé betra að fá sand í augun eða hland nú eða hvort tveggja?  Ég í hnotskurn?   Fólk myndi ganga framhjá og jú, ég yrði ef til vill vel upplýstur í tilgangslausri meiningu. Ég veit það ekki.

     Ég hlakka samt til dagsins og veit að ég verð áhorfandi að honum.  Enn og aftur fæ ég tækifæri til að fylgjast með úr fjarlægð, hugsa og velta vöngum.  Ég í hnotskurn.

     Gærkveldið var indælt, uppskera glæsilegs frumkvæðis, frekar ólíkt mér, enda átti ég það ekki og á sjaldan eða kannski aldrei.  Ég í hnotskurn?  Ef til vill ætti ég að leggja til hliðar þessari hugmynd með ljósastaurinn og gera eitthvað róttæk.  Taka afleiðingum gjörða minna en ekki afleiðingum gjörða annarra.  Góð hugmynd.  Hugmynd sem ég ætti að ýta úr vör í logni til að taka enga sénsa..............  Það er ég.  

  Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það getur svo ótalmargt gerst ef þú kastar þér fyrir ljósastaur... ég hlæ svo mikið núna, að ég hitti ekki takkana á lyklaborðinu..... Þú ert sko með bæði hugmyndaflugið og húmorinn í stórgóðu lagi ! Ég ráðlegg þér eindregið að kasta þér fyrir ljósastaur, þú kemur til með að kynnast helling af fólki í kjölfarið...... og hún gæti verið ein af þeim ! Þú færð 19 af 10 mögulegum fyrir þessa færslu  

Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 07:22

2 identicon

varstu svona mikið fyrir vonbrigðum :(

óskráð (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 08:10

3 Smámynd: Júdas

Nei alls ekki, alls ekki misskilja mig, ég er bara að fara í gegnum eign þankagang með tilvísun til fyrri viðbragða minna.  Ég vil taka fleiri skref......ég vil meira,  ég vil taka sénsinn því það sem ég sá og heyrði heillaði mig upp úr sporunum.  Ég held að ég eigi næsta skref og ÆTLA að taka það!  Í versta falli verð ég dapur í nokkra mánuði í viðbót og þá.............þá kasta ég mér fyrir ljósastaur.    Ég sé ljósið.....................

Júdas, 22.11.2007 kl. 08:24

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úpps.... nú dreg ég mig í hlé....

Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 08:59

5 Smámynd: Fiðrildi

Segðu Jónína . . . ert þú líka hætt að skilja  . . . en skemmtileg færsla

Fiðrildi, 22.11.2007 kl. 10:09

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Arna mín, nú er ég alveg lengst úti á nesi....

Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 12:36

7 Smámynd: Júdas

Ég held samt að ég sé lengst út á nesi........................annað hvort er það kaffiofdrykkja eða  neysluvatnseitrun.......

Getur verið að Júdas sé klofinn persónuleiki?

Júdas, 22.11.2007 kl. 13:58

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úúúú...... Doktor Judas and Mister Hide (mín útg;Hide=fela ) Gaman á nesinu og þetta er örugglega neysluvatnseitrun... að minnsta kosti virðist Bakkus ekki vera að bögga þig 

Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 48665

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband