Þaðan sem fuglar gleðinnar

       Ég er sestur við eldhúsborðið, einn og ljóðabók á borðinu.  Kaffiilmurinn fyllir eldhúsið og ör lítil kanillykt fylgir með því ég stóðst ekki mátið og setti örlítinn kanil út í.  Unglingurinn fór út áðan með vinum sínum og það síðasta sem ég heyrði áður en útidyrahurðinni var skellt voru hlátrasköll svo þar ríkir gleði og hamingja.  Ég renni augunum eftir veggjum, myndum og hlutum í íbúðinni og læt hugann reika.  Fer yfir orð liðinna daga og jafnvel skrif síðustu daga og velti því fyrir mér hvort sumt hefði betur verið ósagt og annað ekki ritað en þó ríkir friður í huga mér.  Ef til vill eru orðin beittari hverju tvíeggja sverði, nú eða skrifin og tími einhvers ekki kominn.  Tími fyrir þetta og tími fyrir hitt, lýtur þetta engum reglum nema reglum tímans og hverjar eru þær?  Við reiknum alltaf með því að við höfum nóg af honum en höfum þó ekki hugmynd um það.  Að ýta burtu rökhyggju er speki því hverju hefur hún skilað okkur á leið okkar Hingað.  Af hverju að bíða hennar eða leita ráða hjá henni sem hingað til hefur ekkert hjálpað?  Eltum ekki vindinn því hann vísar ekki leiðina.  „Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi“.   Ég finn fyrir friði og ró, treysti því að ég hafi gert rétt fyrir sál mína.  Samviska mín kvartar ekki svo það hlýtur að vera.    Sannur hversdagsleiki.  Kaffið er gott en betra væri að deila því,  en það er samt gott.

 

 

Brjóst okkar musteri

þaðan sem fuglar gleðinnar

flugu út í vorið,

við höfum skilið eftir okkur

spor við ána þar sem dagarnir

stikla á steinum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Yndislega fallegt.

Fiðrildi, 22.11.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já virkilega fallegt

Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Júdas

Stundum er þetta bara bull sem flæðir í gegnum hugann og einkennist af eintómum spurningum.  Ég vil regn í dag........

Júdas, 23.11.2007 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband