Fiðrildið

      Ég heyrði það í gegnum svefninn að hann rigndi mikið því það dundi á svefnherbergisglugganum hjá mér.  Enn einn dagurinn í bið eftir einhverju sem ég veit ekki hvað er.  Minnir mig á myndbandaleigur þar sem maður stendur fyrir framan heilu fermetrana og afgreiðir í huganum hverja myndina á fætur annarri án þess svo mikið að handleika þær og lesa aftan á þær, hvað þá horfa á þær.  Þannig hafa vafalaust farið fram hjá manni heilu meistaraverkin þótt ég efist nú um það en einnig margar sem ekkert hafðu skilið eftir  og þaðan af síður verið þess virði að horfa á þær aftur.  Lífshlaup mitt er vafalaust þarna í flórunni og yrði seint talið til meistaraverka þótt stöku persónur hafi slysast til að horfa á hana aftur og aftur en fengið nóg.  

Ég sæki litla kútinn í dag og er í fríi um helgina svo lífið verður í lit næstu sjö daga eða svo.  um daginn setti ég inn eitt erindi af ljóði sem mér fannst umhugsunarvert en það sat í mér þegar ég vaknaði í morgun.

 

Þú gekkst út á engið græna

þá götu, sem margur fer.

Á leið þinni fiðrildi fannstu,

það flaug upp í hendur þér.

 

Þú luktir um fiðrildið lófum

og líf þess varð bundið þér.

En þú ert svo þungur í vöfum,

og það er svo létt í sér,

 

að þú mátt vara þig, vinur,

er vor yfir engið fer,

að fiðrildið fljúgi ekki

í frelsið úr höndum þér.

 

Júdas hefði þó tilhneigingu til að sleppa því og fanga ekki fleiri í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér hefur nú stundum dottið í hug að skrifa og gefa út ævisöguna mína..... sem svefnmeðal fyrir fólk, sem á það til að liggja andvaka

Jónína Dúadóttir, 23.11.2007 kl. 07:59

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Vá, mögnuð færsla. Þetta er allt þarna, vonleysið, pirringurinn, efinn, vonin og biðin, lífið og ...dauðinn ! Tveir þumlar upp !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.11.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Júdas

Takk Lárus, svona er þetta víst bara.  Stanslausar vangaveltur.

Júdas, 24.11.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband