Greinilega orðinn þátttakandi

      Enn einn dagurinn liðinn og þótt ég sé búinn að vera áhorfandi enn einn daginn var ég greinilega orðinn þátttakandi þegar lítill ljóshærður kútur hljóp á móti mér og upp um hálsinn á mér á leikskólanum seinnipartinn.  Babbi, babbi, og svo rigndi yfir mig orðum og setningum sem ég skildi bara alls ekki.   Hann bætir svo við sig orðunum í viku hverri að það tekur mig nokkra daga að komast til botns í þeim nýju  sem urðu til vikuna á undan.  Við sungum í bílnum krummavísur og fórum í allskonar orðaleiki eins og hvar er þessi og hvar er hinn og hermdum svo eftir húsdýrunum frá A til Ö.  Þegar heim var komið og kúturinn búinn að faðma bróður sinn og slefa hann allan út eins og lítill hvolpur fleygðum við okkur á stofugólfið, kubbuðum og lékum okkur þótt þreyttir værum.  Sá litli var alltaf að kalla á bróður sinn sem var nýkominn úr skóla og vinnu og var í óða önn að gæja sig upp til að geta farið á flandur með félögunum.  Við litli vöktum lengi, en hann sofnaði nánast í fanginu á mér örþreyttur og ég bar hann inn í holu.  Það er þetta sem gefur lífinu gildi og fyllir upp í flest tómarúm og er ég þakklátur fyrir það að eiga svona yndislegan kút og annan stærri til.  Við blasir óskipulögð fríhelgi sem við ætlum að njóta á rólegum nótum en ég þreif allt húsið eftir vinnu á miðvikudag svo það er ekkert svoleiðis sem truflar okkur.  Líklega verð ég þó að brjóta saman þvott um helgina eða auglýsa eftir einhverjum í það J.   Ég keypti mér ljóðabók í morgun og ætla að glugga í hana í von um að sofna á ljóðrænum nótum og ekki ósennilegt að þeim eigi eftir að rigna yfir bloggsíðuna ljóðunum um helgina.  Góða nótt kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman hjá ykkur, það er gott

Jónína Dúadóttir, 24.11.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 48662

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband