26.11.2007 | 07:54
Íþróttamaður í fjölskyldunni?
Það var kalt þegar ég kom fram í morgun, búinn að heyra í vindinum úti í klukkutíma eða svo og því var hrollur í mér. Ég fór varlega framúr, setti á könnuna og hafragraut í pottinn áður en ég stökk í sturtu. Það var galsi í kútnum í gærkveldi svo ég vonaði að hann gæti sofið lengur. Það voru allar aðferðir reyndar til að koma honum niður en við enduðum uppi í sófa þar sem hann setti án efa íslandsmet í 400 metra brölti í 6 sæta hornsófa bæði með og án atrenu sem verður að teljast nokkuð gott. Pabbi hans og bróðir voru jú ekki atkvæðamiklir í íþóttum hér áður svo þarna var ef til vill komin ljósglæta íþóttamannsins í fjölskyldunni. Ég settist með kaffibollann en ég þarf alltaf að hita mig aðeins upp áður en ég fer í hafragrautinn, kveikti á tölvunni og handlék morgunblöðin. Nokkru síðar vakti ég unglinginn og ekki löngu seinna barst neyðarhróp úr svefnherberginu þar sem konungsborinn kúturinn vildi láta sækja sig og halda á sér fram. Ég er ótrúlega lunkinn við að vafra um fréttavefina, fletta dagblöðum, borða hafragraut og drekka kaffi með kútinn hangandi utan á mér en líklega telst það ekki til sérstöðu svo þar bankar meðalmennskan tíðrædda upp á. Það stefnir í fallegan dag þótt ég viti ekkert um veður annað en vinda svo er á meðan er.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
tilfinningar
-
tolliagustar
-
lindalea
-
kisabella
-
siggasin
-
saxi
-
svavaralfred
-
ein
-
gisgis
-
totally
-
mofi
-
vilborgo
-
rebby
-
scorpio
-
gurrihar
-
erla1001
-
stormsker
-
aslaugh
-
jensgud
-
eggmann
-
blossom
-
gretaulfs
-
limran
-
malacai
-
arabina
-
toshiki
-
gurkan
-
gelin
-
asarich
-
kona
-
neytendatalsmadur
-
myndamen
-
brandarar
-
little-miss-silly
-
rose
-
hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þú vera hetja að geta gert þetta allt með íþróttaálfinn á herðunum, þetta er ekkert á færi neinna meðaljóna
Jónína Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.