28.11.2007 | 21:38
Ég fékk sting í hjartað
Það gerðist svolítið óvænt í lífi mínu í dag. Og eiginlega í fyrsta skipti á ævinni, svo ég muni þótt gleyminn sé. Ég, heimalningurinn, kútapabbinn, eldhúsborðslyddan, ljóðalestursrottan og bloggpissudúkkan veðurtepptur úti á landi. Þvílíkt áfall. Ég fékk sms frá flugfélaginu um að öllu flugi frá þorpinu hefði verið aflýst og það ætti að athuga með það í fyrramálið. Ég fékk sting í hjartað og fór yfir allar flóttaleiðir í huganum en vegna myrkurs og roks er skynsamlegast að halda kyrru fyrir og taka stöðuna í fyrramálið. Þetta átti að vera dagsferð og ég ætlaði að vera kominn snemma til baka, ná í kútinn á leikskólann og eiga fallegt kvöld heima, hlustandi á bassadynki úr unglingaherberginu, svefnhljóð og stöku babbi dekka úr svefnherberginu og lesa ljóð við eldhúsborðið. Sötra kaffi og hugsa. Í staðinn enda ég einn á hótelherbergi, einmana, með heimþrá og skil ekkert í því að ekki skuli vera lestasamgöngur um allt Ísland, nú eða kafbátaáætlunarferðir. Ef ekki verður flogið í fyrramálið stekk ég upp í bílaleigubíl og keyri suður. Það er alveg á hreinu. Heim ætla ég á morgun. Ég bað móðurina um að sækja kútinn en unglingurinn er einn heima og hugur minn er hjá honum. Hann kann ekki heldur við þetta því við erum búnir að heyrast nokkrum sinnum frá kl 17 en við erum eitthvað svo háðir hvor öðrum og báðir þannig að heima hjá okkur viljum við vera. Hvað á ég að gera?
Það sýnir einfaldleikann í geði, fasi og lífi mínu að ekki þurfi meira en þetta til að raska því en þetta á fyrst og fremst við um það að vera heima og sofa heima. Heima er þó bara þar sem ég og synir mínir megum næðis njóta og getum hvílst og endurnærst. Einhver sagði að heima væri bara þar sem dótið manns væri og það getur vel verið rétt. Ég elska heima . Blessaður sé hversdagsleikinnUm bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona lagað raskar alltaf einhverju hjá öllum, ekki bara ljóðalesandi pissudúkkupöbbum Hvað ertu líka að álpast í eitthvert þorp ? Ég þoli heldur ekki að vera veðurteppt einhversstaðar, en ég held samt að það sé meira vegna þess að ég ræð þá ekki sjálf mínum ferðum.... frekjan sko
Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 07:36
Pé ess: Mitt "heima" er þar sem hjarta mitt er, dótið skiptir ekki máli....
Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 07:37
Sammála þér Jónína, hjartað ræður þessu klárlega. Ég reyni allt hvað ég get að njóta friðarins alls þess sem hótel getur fært manni en ég vil samt hversdagsleikann og kútana mína.
Júdas, 29.11.2007 kl. 08:14
Heima er alltaf best
Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.