29.11.2007 | 21:40
Loforð fuku
Þá er ég loksins kominn heim, og þvílík sæla. Það er ekki slæmt að koma heim eftir að unglingurinn hafði verið einn heima í nærri tvo sólarhringa og íbúðin fullkomin. Það féll niður flug í þorpið í allan dag og ég tók þá ákvörðun nógu snemma að bíða ekki heldur leigja mér bíl og bruna heim. Brjálað rok, geðveik hálka en það var ljúft. Vera á leiðinni heim og geta talað við sjálfan sig og almættið í rúma sex klukkutíma. Ekki slæmt það og niðurstaða fékkst, loforð fuku og staðfestingar einnig. Getur verið að skugga framtíðar hafi brugðið fyrir?
Kom á hárréttum tíma í bæinn til að sækja kútinn minn í leikskólann og hann hljóp upp um hálsinn á mér og bablaði á kútísku heilu setningarnar en ég náði bara orðunum pabbi og bói. Fórum því næst að sækja stóra bróður sem vildi fara beint að borða og versla því hann sagðist ekkert hafa borðað frá því ég fór. Fengum okkur taco og versluðum svo í ísskápinn.
Nú er kúturinn sofnaður, unglingurinn horfinn á öldur veraldarvefsins og ég gamli maðurinn sestur inn í eldhús, búinn að deyfa ljósin, kanilkaffi á leiðinni og vantar ekkert nema þá kaffifélaga........ Tók með mér úr búðinni áðan vænan blómvönd svona til að hressa upp á eldhúsið og piparkökur en ég er ekki frá því að kaffi og kanillyktin eigi vinninginn. Úr hátölurunum hljómar ljúf sinfónía og því getur þetta varla verið betra, eða hvað?
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur greinilega átt eitt af þessu fullkomnu kvöldum sé ég og góður dagur í vændum !
Jónína Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 09:22
Ég finn það á mér að þetta verður svona í desember
Júdas, 1.12.2007 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.