2.12.2007 | 09:53
Hin dökka, þögla borg
Ég vaknaði óvenju snemma í morgun og fór strax fram. Ég á ekki svo auðvelt með að liggja í fletinu eftir að ég er vaknaður og sprett því strax á fætur eins og gormur. Ég fékk kútinn minn óvænt í gærkveldi og var hann hjá mér í nótt, þvílík sæla. Við lágum í sófanum og skiptumst á skoðunum, lékum okkur að kubbum og lásum bækur. Síðan kom þreytan yfir kútinn og hann hagræddi sér vel ofan á mér með kodda og sæng, færði til handleggi og fótleggi þangað til allt í hinu manngerða rúmi passaði honum fullkomlega og steinsofnaði. Ég hugsaði um það í morgun þegar ég sat við eldhúsborðið hve viss ég var um það að ég fengi lítinn kút á heimilið. Þegar ég var í framkvæmdum á heimilinu fyrir þremur árum rúmum og var að hanna eldhúsið meðal annars með tilliti til þæginda var tekið tillit til hans. Þar sem ég sit alltaf er flest innan seilingar. Gluggi þar sem ég sé veður og vinda, útvarp sem ég næ til, kaffikannan sem ég næ líka til á eldhúsbekknum, skúffur með blöðum, skriffærum og fleiru, tölvutaskan til hliðar við mig og ekki fyrir neinum, sjónlína inn í stofu beint á sjónvarpið ef svo ber undir og það sem aðal máli skiptir, rúningur á eldhúsbekksborðplötunni til að höfuð lítils kúts sem ég sit með á hægra læri rekist ekki í hvassa brún og meiði sig.............
Ég man að þeir sem smíðuðu plötuna sögðu að þessi rúningur ætti eftir að vera til vandræða í smíðinni og það gekk eftir. Gera þurfti tvær tilraunir með þetta áður en það tókst og þetta hefur sýnt sig. Þegar ég sit með kútinn á þessum stað sem er mjög oft gerir þetta gæfumuninn því platan er alveg við höfuðið á honum. Á þessum tíma hefur skuggi framtíðar gert vart við sig, það er ljóst, og hver veit nema þetta nýtist fleirum á sama hátt.
Keyrði kútinn til mömmu sinnar áðan og sit á kaffihúsinu góða með tölvuna og bollann en er á leið út í lífið í hinni dökku, þöglu en fallegu borg tækifæranna. Ég held að ég sé til í allt.............
Njótið dagsins kæru vinir.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fín færsla og sömuleiðis takk
Jónína Dúadóttir, 2.12.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.