Hún sýgur best er sagt

     Hann rann hratt upp þessi dagur, æddi hreinlega upp.  Mér fannst ég rétt farinn að sofa þegar ég vaknaði og greinilegt að mér var ekki ætlað að sofa lengur.  Ég var að læra í allt gærkveldi með kútinn klifrandi á mér í stofunni svo hann sofnaði líka seint.  Sofnaði í hnipri í fanginu á mér í samkeppni við fartölvuna sem var þar einnig.  Hann svaf því lengur í morgun og gamli maðurinn hafði heila tvo tíma út af fyrir sig og ætlaði aldeilis að nýta þá vel.  Ef það er talin góð nýting á tíma að sitja við eldhúsborðið með kaffibolla og dagblöð er ég í góðum málum en ef ekki, þá í slæmum.  Ég ætlaði að ryksuga hjá mér og skúra en er ennþá á leiðinni í það.  Lóar-flikkin eru orðin á stærð við meðalstóra heimilisketti og þótt það sé vinalegt að koma fram og finna þetta strjúkast við leggina ætla ég að fjarlægja flikkin í dag svo ég þurfi ekki að kaupa ólar á þau og borga einhver gjöld af þeim.  Nú væri ljúft að hafa eina GULLFALLEGA, STRAUMLÍNULAGAÐA, STORMANDI UM ÍBÚÐINA LYKTANDI EINS OG BLÓM Á ENGI.   HEYRA Í HENNI ÞAR SEM ÉG SIT VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ OG VITA AÐ ENGIN....... JÁ ENGIN SÝGUR BETUR.   Þarna er ég auðvitað að tala um sjálfvirku, tæknilegu, forritanlegu róbótaryksuguna sem alltaf er verið að auglýsa annað slagið og ég bloggaði um 12.nóvember þá fullur áhuga og ímyndunar um það hvernig þetta tæki myndi breyta lífi mínu.  Best að láta færsluna bara fylgja hérna með því þetta gæti enn orðið að veruleika.   http://judas.blog.is/blog/judas/entry/363060     Kannski ætti ég bara að kaupa mér þessa þjónustu þótt mér finnist þrif ekkert leiðinleg og í sjálfu sér er aldrei drasl hjá okkur feðgum.  Vildi bara nýta tímann miklu betur en ég geri.

 Er þetta  nokkuð karlrembulegt?

Nú fer kúturinn að vakna eftir síðdegissvefninn svo það er best að setja sig í gírinn því við eigum enn eftir að fara á Mc Donalds í burger en það er fastur liður.

Bless á meðan, vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef ekki glóru um hvort þetta er karlrembulegt, en ef svo er þá er ég líka karlremba, mig langar til að fá einhvern til að þrífa hjá mér

Jónína Dúadóttir, 2.2.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband