Alvöru draumar

 

     Það er best að gefa sig á vald drauma, loka augum og njóta þeirra fáu mínútna sem maður er sjálfur  við stjórnvölinn í hugsunum og væntingum, jafnvel síðustu dagdraumunum.  Fljótlega taka alvöru draumar við stjórninni og bera mig til fundar við fallega dali svefnsins sem enginn skilur og enginn veit tilganginn með.  Aðeins Almættið veit það og brosir vafalaust að því þegar litlar verur reyna að öðlast skilning á þessum sviðum sem öðrum.  Ætli það sé ekki eins og lítið barn að teygja sig eftir einhverju sem það kannski aldrei nær og aldrei fær.  Bláir skógar drauma í dölum svefnsins.

 

Á bláum skógum draumanna

í dölum svefnsins

þar skulum við mætast

meðan þú ert í burtu

og setjast undir krónurnar

sem krydda blæinn sætast.

 

Á bláum skógum draumanna

í dölum svefnsins

þar skulum við gleðjast

þangað til þú kemur.

Þá gleymir hvorugt ástinni

og engin þörf að kveðjast.

 

Hannes Pét.

 

     Hverjum ég mæti þar veit ég ekki en það er spurning hvort ég eigi að gleðjast þangað til Þú kemur, hver sem þú ert.  Er ég enn að bíða og vona án þess að vita heftir hverju ég bíð?  Er það uppfylling eigin væntinga eða væntinga einhvers annars?  Er það bið eftir eigin skugga eða skuggum annarra?

Hvar ertu og hver ertu?

 

Góða nótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..og ég kíkti við aftur því mig langaði :).

Múmínstelpan (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn kæri minn og hvað dreymdi þig svo í nótt ?

Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 06:03

3 Smámynd: Júdas

Gaman að þig langaði Múmínstelpa, alltaf velkomin.

Góðan daginn Jónína.  Ég held bara að ég muni ekkert eftir draumförum næturinnar.  Ætli það sé gott?

Júdas, 7.2.2008 kl. 07:13

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eeee.... hérna sko...  fer eftir... ég hef bara ekki hugmynd um það...

Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 07:19

5 identicon

hmm..ætli við séum að bíða eftir því sama....eða svona næstum því hmm??;)

múmínstelpan (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 13:28

6 Smámynd: Júdas

Tja, það gæti alveg verið Múmínstelpa, ég er soldið lost í þessu og veit varla eftir hverju er ég að bíða...................

Júdas, 7.2.2008 kl. 19:44

7 identicon

Ofboðslega fallegt...... en aldrei heyrt þetta áður.  Í fyrsta en ekki síðasta sinn sem ég les þetta.  Takk

Edda (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 02:06

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag, mig langar til að lesa meira af ljóðum eftir þig

Jónína Dúadóttir, 8.2.2008 kl. 06:49

9 Smámynd: Júdas

Jónína mín, sem ljóðaunnandi forðast ég það enda leirburður af verstu gerð en þó ómögulegt að vita hvað gerist  .

Edda ég er sammála þér þetta er mjög fallegt.  Hannes Pétursson er virkilega góður.

Júdas, 8.2.2008 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband