10.2.2008 | 08:20
Leitin að vetrarblóminu
Mig dreymdi þig á þorra,
ég þekkti mig
við þennan klett,
og hér fann ég þig,
vetrarblóm!
Ó, gagnsæja lifrauða ljósdjúp!
Hún skín
og lýkst upp í brjósti mér
krónan þín,
vetrarblóm!
Föla unga vor
í fannanna bráð,
fullur himinn
af ást og náð.
Vetrarblóm.
Þorst.Vald
Hann fer fallegur af stað þessi dagur. Kyrrð yfir og í útvarpinu tekur á móti mér þegar ég kveiki á því Ég hef allt líf mitt, leitað að þér . Kaffiilmur fyllir eldhúsið og værð gagntekur mig. Ég sakna kútsins og varð varla svefnsamt í nótt sökum draumfara sem tengdust honum. Ég var alltaf að vakna til að sinna honum en holan var tóm. Aðeins lítill koddi og lítil sæng.
Í gærkveldi var unglingskúturinn óvenju heimakær og við lágum saman í sófanum í klukkutíma eða svo, þar til vinir og kunningjar urðu værðinni eftirsóknarverðari. Eftir sat ég í sófanum og lærði.
Leitin að vetrarblóminu er hafin á ný þrátt fyrir kvöldið sem það var afskrifað í döprum huga en nýr eldmóður virðist risinn úr viðjum eymdar og einmanaleika. Það mun þó ekki taka hug minn allan, aðeins vaka og bíða eftir fallegu augnagoti eða rafrænum skilaboðum. Fingurfléttingar og handabakastefnumót bíða vafalaust en ég mun njóta ilmsins þar sem ég finn hann.
Njótið dagsins kæru vinir.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
drakk kaffibollan og las bloggið...það var notaleg samvera ..eigðu góðan dag.
kv. múmínstelpan
ps..að þegja saman getur verið skemmtilegri félagsskapur en margt annað ....tala nú ekki um þögn með "fingrafléttuívafi"....
múmínstelpan (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:41
Notalegt að lesa þetta
Jónína Dúadóttir, 10.2.2008 kl. 11:52
Alltaf gott að lesa skrifin þín :) litlir kútar eru fallegir, unglingskútar eru fallegir og ég er ekki frá því að kútapabbinn sé fallegur líka. Hann er allavega með fallegt hjartalag :) Sendi þér fiðrildi og fjólubláa strauma í tilefni sunnudagsins :)
Nilla (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:20
SVONA JÁ - þetta er rétti hugsanagangurinn. Eigðu notalegt kvöld. Kær kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 17:01
..ætlaði svo að drekka kvöldbollann með þer líka......en geri það þá bara ein í þögninni góðu ...
múmínstelpan (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 19:23
Hugljúf og notaleg lýsing - þrátt fyrir kútasöknuðinn. Takk fyrir mig
P.s. Ég drakk rauðvín með þessum lestri og hann er ekkert síðri svoleiðis en með kaffibollanum
Óla Maja (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 20:37
Fallegt ljóð.
Ragga (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:25
Vetrarblómin er erfitt að finna, en þegar maður finnur þau, þá er maður heppinn. Afskaplega heppinn og glaður.
Ekki vera einmana, njóttu þess frekar að þurfa ekki að standa í veseninu sem fylgir því að vera í sambandi.
Sigga, 10.2.2008 kl. 22:26
Ég fann engin vetrarblóm í dag en ég lét hugann reika og hugsaði til þeirra.
Rauðvín er ekki slæmt og ásamt kaffinu eðaldrykkur. Ég held mig samt við kaffið svona yfir hádaginn
Þið njótið bloggsins, ég nýt commentanna. Takk fyrir þau. Eru mér mikils virði.
Júdas, 11.2.2008 kl. 01:02
Góðn dag kæri minn, hvernig heilsar dagurinn þér þarna í sunnlenska vetrarríkinu ?
Jónína Dúadóttir, 11.2.2008 kl. 05:55
Já það er fallegt Magna. Ég er reyndar að gefast upp á að finna vetrarblómin og spurning hvort vorlaukarnir gefi ekki bjartari vonir.
Júdas, 16.2.2008 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.