1.4.2008 | 18:50
Líttu í spegil mengunarmamma!
Þetta er einn af þessum dögum sem Júdas vildi gjarnan vera nafnlaus úti í lífinu. Með grímu og breytt yfir bílnúmerið, niður með rúðuna, hnefann á loft og láta svo menn bara heyra það. Löngunin til að vera hortugur er búin að fylgja mér í allan dag. Þetta byrjaði strax við leikskólann þegar kona æsti sig við mig fyrir að skilja bílinn eftir í gangi fyrir utan.............ég á diselbíl og hún á eldgömlum eiturspúandi bensínbíl og alveg klárt að ósongatið í gufuhvolfinu er beint fyrir ofan húsið hennar vegna gagnsetningar á þessari druslu sem hún var á. Ég sá strax í hendi mér að ef hún hefði eitt þessum 20 sekúndum sem hún eyddi í afskiptasemi og kjaftæði fyrir framan spegil hefði hún ekki hitt mig heldur komist að því að hún með þetta útlit ætti ekki að vera í nálægð við leikskóla fyrr búið væri að lappa upp á sig. Ég sat á mér og kreisti fram lélegt bros og spurði hana hvort hún væri á launum hjá mengunarvörnum ríkisins. Hún sagðist vera með hitt barnið sitt í bílnum og væri með rifu á glugganum. Ég hélt mínu striki og fór inn með kútinn. Þar fékk ég að vita að bleyjurnar hans væru búnar sem ég hafði komið með á föstudag, hvernig í ósköpunum getur það verið. Varla fer drengurinn með 45 bleiur á tveimur dögum, átti ég ekki bara að koma með þær fyrir hann? Er nokkuð verið að föndra úr þeim spurði ég og reynd að vera ekki mjög ókurteis. Þær ætluðu eitthvað að skoða þetta en ég fór bara. Þegar ég kom út var sjálfskipaði talsmaður hreinni og mengunarminni borgar að bakka frá stéttinni með sígarettu í þverrifunni og þá skildi ég af hverju hún keyrði um með opinn aftur glugga í ferska loftinu á Miklubraut. Þvílíkur pappír.
Vinnan tók við og fimm símtöl á leiðinni þangað svo það var greinilega mikið um að vera. Fjórum sinnum var fundið að því við mig að kaffið sem ég hellti upp á væri vont og einn spurði hvort þetta ætti að vera fyndið með kaffið. Bíddu er ekki í lagið með þig.......... Heldurðu virkileg að ég helli upp á kaffi til að vera fyndinn...........? Kaffibrandari þá , líklega er það málið, idjót. Finndu þér annan til að tala við. Styrkleiki á kaffi er bara smekksatriði og þótt ég vilji hafa það sterkt geta menn sem sætta sig ekki við það annað hvort helt upp á sjálfir handa sér eða farið í kaffimaskínuna og malað sér bara á staðnum. Jú einn sagði mér að ég legði alltaf svo skakkt bílastæðið. Takk fyrir ábendinguna félagi, það fer eftir því við hvað þú miðar er það ekki hvort eitthvað sé skakkt eða ekki. Þú ert líklega bara skakkur.
Suma daga vill maður bara vera í friði og vinna en það var eins og að mér soguðust vandamál og glaðlynt fólk. Það var því ekkert hægt að vera hortugur þótt mann langaði til.
Kútinn náði ég í og rakst ekki á mengunarmömmuna enda eins gott. Ég hefði pottþétt lesið henni pistilinn og ekki dregið neitt undan. Að reykja í bílnum með barnið í aftursætinu og hafa svo áhyggjur af ókunnum myndarlegum manni út af hlutum sem henni klárlega koma ekki við. Dapurlegt.
En, nú er ég kominn heim með kútinn, búinn að afsanda hann, baða og við erum að fara að borða. Við tekur vonandi rólegt kvöld, tvær ibufen til að slökkva á hausverknum og svo líklega meiri lestur.
Vonandi áttið þið ykkur á því að Júdas getur líka verið hortugur og leiðinlegur enda er hann ekki pissudúkka heldur karlmaður.
Júdasar líka fólk.
Ég aðhefst það eitt sem ég vil
og því aðeins að mig langi til.
En langi þig til
að mig langi til,
þá langar mig til svo ég vil.
Þorst.Vald
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ó elsku Júdas minn. Ég kaupi sko ekki þessa geðvonskuútgáfu af þér, essssgan mín Veit nefnilega alveg hvaða dagur er Karlmaður - jú hef aldrei efast um það, pissudúkka - aldrei séð merki þess.. en ég held áfram að trúa á þennan mjúka Júdas sem ég finn á milli línanna.
Takk fyrir skemmtunina
Ein-stök, 1.4.2008 kl. 19:14
Vá hvað þetta var ,,skemmtileg" lesning, aldrei hefur verið efi í huga Sölku að Júdas væri neitt annað en blóðheitur íslenskur karlmaður .
Testosterónið flæddi frá þessari færslu grrrr...
Salka (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:45
*Úps* - brosti hringinn og það er gróið fast á andlit mitt eftir þennan lestur
Vona að kvöldið verði notalegt og gott við lærdómslestur hjá þér
Linda Lea Bogadóttir, 1.4.2008 kl. 20:01
hmfrp.........ég er að róast og náði að róa mig í dag. Hefði átt að leigja mér flutningabíl og taka þátt í mótmælunum. Þar hefði ég fengið útrás. Hvar ætti ég svo sem að fá hanna þessa dagana........?
Testosteronið er þarna Salka mín
Júdas, 1.4.2008 kl. 20:36
foxy...! múmínstelpan skemmti sér yfir þessari mannlegu hlið...grrr...
múmínstelpan (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:46
Hey... ég veit um góðan stað og hann er ekki meðal "trökkdrævera" á Austurvelli
Linda Lea Bogadóttir, 1.4.2008 kl. 21:30
Gaman að Urri gamli skyldi skjóta upp kollinum, var farin að hafa hálfgerðar áhyggjur af því að þú minn kæri vin, værir alltof assgoti nálægt því að vera fullkominn....
Góða nótt
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 22:48
Linda ég færi varla að flauta á kagganum við smáralindina.............
Jónína mín, Júdas er fulltrúi hinna ófullkomnu...........ertu ekki búin að lesa bloggið mitt?
Vertu stillt Múmínstelpa því annars flauta ég bara á þig.........
Júdas, 1.4.2008 kl. 23:57
Guð hvað þú ert yndislegur. Ég ætla rétt að vona að þú hafir verið með þriggja-daga-skegg og í sauðskinns skýlunni þinni. Víkingar eru menn!
Sporðdrekinn, 2.4.2008 kl. 03:00
Skeggið á fjórða degi
Júdas, 2.4.2008 kl. 08:22
Fiðrildi, 2.4.2008 kl. 08:41
Snilldarpistill... er einmitt á þessum degi en bara í dag... :( eða :) æji veit það ekki og mér er alveg sama tíhí eða ekki.... úff...
Nilla (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:18
Þessi færsla er fyrsta lesning mín á blogginu þínu og verð að viðurkenna eftir að hafa skoðað athugasemdirnar hjá stelpunum að ég ætti kannski að skoða meira áður en ég stimpla þig bara sem grumpy kall.
Rebbý, 3.4.2008 kl. 09:49
Úff, takk Rebbý. Ekki dæma mig af þessum degi einum saman því ég var svo ljúfur daginn eftir að móðir Teresa hefði gengið út og hengt sig..........held ég! Blessuð sé minning hennar.
Júdas, 3.4.2008 kl. 19:11
Úff, nei - Rebbý.... ekki dæma hann eftir þessari færslu ... en það er samt mjög gaman að sjá aðra hlið á honum !!! Hann er semsagt mannlegur he,he. Bestu kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.