5.4.2008 | 08:38
Undir þáfjalli tímans
Gleðin bankaði upp á hjá mér í gær alveg eins og í gamla daga. Í umferðahnút án sýnilegrar ástæðu. Þetta er það sem ég var að bíða eftir og er reyndar búinn að bíða eftir í allan vetur og auðvitað kom ég til dyranna eins og ég var klæddur og um mig hríslaðist gleðitilfinning. Ástæðan. Engin sjáanleg!
Þannig var þetta alltaf og eftir þessari stund hef ég beðið. Sú var tíðin að svona tilfinning kom yfir mig daglega og ég sagði alltaf að ef ég fyndi hana ekki einn dag færi ég að hafa áhyggjur. Ég sagði þetta við unga-þunga konu til að útskýra fyrir henni gleðina sem alltaf var yfir mér og hún skyldi ekki. Sá tími kom samt, unga konan hvarf og sólin með. Ég beið, jú og bloggaði. Góð bloggvinkona sagðist hafa tilfinningu fyrir því að þetta kæmi í vor og verð ég að taka litla bylgju fyrir henni þar sem ég sit við eldhúsborðið með kaffibollann og ljóða-bókina tilbúinn fyrir daginn. Mér reynist samt erfiðara að finna glaðleg ljóð sem lýsa tilfinningum mínum en þung ljóð sem ég hef lesið í allan vetur. Skammdegisþunglyndi myndi einhver segja en ég slæ á það. Auðvitað er maður orkuminni í skammdeginu en þetta var tímabil sem ég hef áður gengið í gegn um en bara ekki svona lengi. Konur koma og konur og þótt þetta hljómi eins og heill hópur er það ekki þannig. Ég hef bloggað um tvær þeirra en man ekki hvort ég var búinn að skrifa um þá þriðju en sambúðirnar eru víst þrjár á nærri tuttugu árum. Við mætti bæta einni úr fyrndinni sem markaði djúp tilfinningaspor þrátt fyrir að um sambúð væri ekki að ræða og tíminn ekki langur. Það mætti halda að ég væri svolítil drusla en ég elskaði þær. Ef til vill hefði ég átt að þegja, en þetta er Júdas!
Þetta er kútalaus helgi hjá mér og ég búinn að lofa mér í vinnu í dag því mikið er í gangi og við þurfum að funda með nokkrum aðilum. Söknuðurinn er ekki eins djúpur og oft áður en ást mín á honum hefur þó ekki minnkað því hann er lík okkar og yndi þessi litli kútur. Unglingskútur spurði mig í gær hvort hann yrði hjá mömmu sinni um helgina og þegar ég játti því sagði hann að hann yrði þá ekki vakinn með slefblautum kossi og sængin dregin af honum.
Unglingskútur stendur á tímamótum í dag, afmæli sem alls ekki má halda uppá frekar en afmælisdaga hjá gamla manninum en ég þarf þó að upphugsa einhverja snilld í dag. Fer og kaupi tertu og jafnvel eitthvað fleira.
Inn í daginn fylgir mér draumur næturinnar sem ég upplifði svo sterkt. Ef til vill segi ég ykkur frá honum síðar.
Undir þáfjalli tímans,
stóð þögn mín
eins og þroskað ax.
Ég sá sólskinið koma gangandi
eftir gráhvítum veginum,
og hugsun mín gekk til móts við sólskinið,
og sólskinið teygði ljósgult höfuð sitt
yfir vatnsbláan vegg.
Ég sá myrkrið fljúga
eins og málmgerðan fugl
út úr moldbrúnum höndum mínum.
Og þögn mín breyttist
í þungan samhljóm
einskis og alls.
Meðan gljásvart myrkrið
flaug gullnum vængjum
í gegnum sólskinið.
Steinn Steinarr
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær lesning á fallegum morgni Takk kærlega fyrir mig. Ég ætla út í daginn með þessa fullvissu í hjartanu, að einn daginn banki gleðin uppá hjá mér, svona fyrirhafnarlaust.
Til hamingju með unglingskútinn. Ég óska þess að þið eigið góðan og gleðiríkan dag, feðgarnir.
Ein-stök, 5.4.2008 kl. 11:19
Ég samgleðst þér með að þú hafir fundið "gleðina" á ný. Það er gott að finna þá tilfinningu aftur jafnvel þó hún hafi bara horfið í smá stund.
Til hamingju með unglinginn þinn
Linda Lea Bogadóttir, 5.4.2008 kl. 11:52
til lukku með unglinginn - vona að dagurinn verði góður þrátt fyrir vinnu og kútaleysið
Rebbý, 5.4.2008 kl. 11:53
.. bara svo mikil gleði að kíkja hér við.....ætla að fá lánaðan sporhund bráðum...
múmínstelpan (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 19:10
Takk elskurnar, hann er að verða svo stór þessi vinur.
Ég vona að þið getið glaðst yfir einhverju í dag, það er svo hressandi.
Sporhund já.....hehe hvernig væri það?
Júdas, 5.4.2008 kl. 19:47
Apríl er flottur mánuður, ég tek undir allar hamingjuóskirnar.
Anna, 5.4.2008 kl. 19:56
Hamingjuhrollur, mmmm yndislegt. Til lukku með drenginn.
Kannski þarftu bara að fjárfesta í nýjum ljóðabókum góurinn
Sporðdrekinn, 6.4.2008 kl. 05:04
Ætli málið sé ekki bara það að menn mega ekkert vera að því að semja þegar þeim líður vel eða þegar þeir eru ástfangnir en í depurðinni hinsvegar ætlar tíminn aldrei að líða og ljóðagerð kannski það sem hjálpar.
Júdas, 6.4.2008 kl. 16:37
á þessum fallega degi ;)
múmínstelpan (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 19:16
Já ég kannast nú við það sjálf, ég hef skrifað svo til öll mín ljóð þegar að ég var í sorg.
Sporðdrekinn, 6.4.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.