Rósilmur regns

Ég datt niður á þetta ljóð áðan og fannst það eiga við.  Þótt dagarnir undanfarið hafi verið ljúfir og fallegir með vorsól í aðalhlutverki  var ég farinn að sakna rigningarinnar.   Ég gladdist því í morgun þegar ég sá dropana á eldhúsglugganum og hugsaði með mér að þetta væri auðvitað veðrið sem ég þyrfti í dag til að ná fullkominni værð og ró.  Og það varð.

 

 

Ósk mín er regn-

dropar sem detta á gras

dropar sem falla í mold

fræs, sem er falið þar

--geymt gróðurmold.

 

Ósk mín er vatns-

ilmur um dimma nótt,

seytl oní bikar blóms

áfengur ilmur vatns

--rósilmur regns.

 

Ósk mín er ljóss-

birta í morgunmund,

miðdegis bræddir snjó-

bólstrar úr mjúkri mjöll

--skýjafalls regn.

 

Ósk mín er lífs-

frjósemd framhald mergð

fjölgun úr smæð í stærð

ólagandi iðustraums

--óþrotlegt líf.

 

Sigríður Einars.

 

Góða nótt vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Góða nótt

Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag Ég vil gjarnan fá rigningu í skiptum fyrir snjókomuna sem virðist vera með fasta áskrift hérna fyrir norðan....

Njóttu dagsins minn kæri

Jónína Dúadóttir, 4.4.2008 kl. 06:06

3 identicon

..frábært að sjá blogg..þurfti einmitt skammtinn minn fyrir daginn..sé að ljúflingurinn er mættur...eigðu góðan dag.

múmínstelpan (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 07:53

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Oh leyfðu sólinni að skína - alla vega 5 heila daga í röð...   ég þrái sól og hita.
Mér finnst samt rigningin góð - bara í hófi.
Góða helgi Júdas.

Linda Lea Bogadóttir, 4.4.2008 kl. 16:24

5 identicon

Fallegt ljóð. Góða helgi.

Ragga (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Júdas

Allt í lagi, ég get alveg gefið leyfi mitt fyrir sól og blíðu í nokkra daga og mér sýnist á reyndar á veðurspánni að svo verði.  Ekki málið 

Júdas, 4.4.2008 kl. 18:46

7 Smámynd: Rebbý

Merkilegt hvað það er til mikið af fallegum ljóðum sem ég hef aldrei séð (kannski því ég leita ekki upp ljóð hehe)
Mátt alveg fá smá rigningu það er svo gott að skreppa út í göngutúr að henni lokinni.

Rebbý, 4.4.2008 kl. 19:08

8 Smámynd: Anna

Fallegt þetta - í ljóðabók ?

Anna, 4.4.2008 kl. 23:55

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þakka þér Júdas

Linda Lea Bogadóttir, 5.4.2008 kl. 03:22

10 Smámynd: Fiðrildi

Án efa ljóð Júdasar ;)  Fallegt

Fiðrildi, 7.4.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 48657

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband