7.4.2008 | 08:40
Fögnum heilbrigði og vitund
Það voru samrýmdir feðgar sem sátu á steikhúsi í gærkvöldi og nutu matarins. Mikið var skrafað og skuggar framtíðar dregnir upp á yfirborðið og skoðaðir að því marki sem hægt er. Fortíðin fékk ekki heldur frið og var vakin af svefni og látin mæta skuggum framtíðar og alveg ljóst að þessi tvenning þótt þrenning sé lætur ekkert aftra sér frá því að njóta nútíðarinnar og hlakka til framtíðarinnar. Það er spaugilegt hve eplið fellur nálægt eikinni því þegar ég pantaði borðið bað sá yngri þann eldri að biðja um að það yrði afsíðis og þegar við gegnum inn fannst honum ljósleysið og dimman þægileg. Seinna um kvöldið fór hann svo í keilu með félögunum.
Við ætluðum að gera þetta í fyrrakvöld en hann vildi fresta því um einn dag svo ég vakti hann í gærmorgun með karamellutertu en við sátum einir að henni og fórum létt með. Það vekur athygli mína að þótt kunningjahópurinn sé stór er vinahópurinn það ekki. Hann vildi ekki láta þá vita af afmælinu heldur halda það nákvæmlega svona, einn með pabba gamla en hafði orð á því að litla kút vantaði en bætti svo við að líklega hefði þurft að þrífa eldhúsið eftir hann ef hann hefði komist í kökuna. Hins vegar fann ég að hann saknaði hringinga frá eldri bræðrum sínum og var með efa-semdir um að staðið hefði verið eðlilega að hringingu frá móður hans sem kom um kvöldið. Ég sá ekki ástæðu til að blanda því í umræðuna að sms-skilaboð geta jafnvel vakið hinar uppteknustu mæður upp af djúpum lífsgæðasvefni til vitundar um tilfinningar og skyldur. Vitundarhvísl frá vini átti þátt í því.
Við stefnum lífsglaðir út í nýja viku, fögnum heilbrigði og vitund, þökkum sterka samvisku sem oft á tíðum virðist þvælast fyrir okkur hvert sem við förum en gæti verið lykillinn að þeirri vellíðan sem við finnum fyrir. Þar féll eplið ekki heldur langt frá eikinni.
Njótið dagsins
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn. Mín elsta á bráðum afmæli og vill vakna við karamelluköku . . . ég hélt að ég væri sú eina eftirlifandi á jörðinni sem gerði svoleiðis köku :)
Njóttu dagsins
Fiðrildi, 7.4.2008 kl. 12:55
Gott að njóta samvista, með þessum hætti, við börnin sín....
Njóttu vel - því eins og gengur er unglingurinn floginn áður en þú veist af.
Linda Lea Bogadóttir, 7.4.2008 kl. 15:14
..kíkti við og líkaði vel....knús á þann gamla á þessu fallega degi..
múmínstelpan (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:42
Mikið rosalega hlýtur þú að vera góður pabbi, drengirnir þínir eru heppnir. Til hamingju með strákinn. Ég elska karamelluköku, en kann ekki að búa hana til
Sporðdrekinn, 7.4.2008 kl. 16:38
hef bara aldrei prufað karamelluköku - verð að finna mér svona fínann bakara fyrir næsta ár sem skellur á mér
gott að þið farið hressir inn í vinnuvikuna, það gerði ég líka
Rebbý, 7.4.2008 kl. 16:50
Til hamingju með strákinn, hljómar að hafi verið kósí veisla - gaman, saman!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 7.4.2008 kl. 16:59
Takk fyrir þetta stelpur. Ég verð nú samt að upplýsa því nóg er af hrósinu fyrir að það var ekki ég sem gerði kökuna heldur keppinautur minn um kvenhylli, hann Jói Fel. Ég er samt að hugsa um að slá honum við og fara í fótabað í beinni á blogginu næstkomandi sunnudag og tel að það verði mun vinsælla en flösusjampóævintýrið hans hér um árið. Væri þetta ekki sterkur leikur fyrir mig?
Júdas, 7.4.2008 kl. 18:28
Snilldar hugmynd... fótabað í beinni á blogginu... Hlakka til að fylgjast með því
Linda Lea Bogadóttir, 7.4.2008 kl. 18:40
Ú-la-la... Þú auglýsir það vel og vandlega áður en gjörningurinn fer fram.. er þaggi? Maður má nú ekki missa af slíkum merkisviðburði
Ein-stök, 7.4.2008 kl. 21:08
Ætti ég að vaxa tærnar áður eða ............?
Júdas, 7.4.2008 kl. 21:28
Vaxa? nei, nei.. smellir í þau carmen og svo bara hársprey og læti.. verður að passa upp á að ganga í sadölum á næstunni til að sýna dýrðina. Oh... ég hlakka svo til
Ein-stök, 7.4.2008 kl. 22:46
..búin að vera að velta þessu fyrir mér....er Júdas svona rosalega loðinn á tánum?..hmm..gæti verið áhugavert að skoða það....kveðja Múmínstelpan
múmínstelpan (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.