Veikur kútur

     Það var þreytt ung kona sem kom á tröppurnar hjá mér í morgun, svefnvana með lítinn kút í fanginu.  Hann virtist hinn sprækasti en hafði þó ekki sofið vel heldur.  Móðirin hringdi í mig í gærkveldi og lét mig vita af veikindunum og við ákváðum að skipta með okkur deginum en það gerum við yfirleitt þegar svona stendur á.  Eitthvað þekki ég ferlið á þessu hjá honum og í augnablikinu er hann sprækur og búinn að leika hvolp í tuttugu mínútur.  Gamli maðurinn þarf líklega handklæði á eftir því svo mikið er búið að slefa á hann.  Ef allt gengur eftir verður hann farinn að nudda á sér eyrun innan klukkutíma en það gerir hann þegar hann verður þreyttur.

     Mér fannst það alls ekki eiga við í morgun þegar ég leit út um gluggann að snjóbreiða skyldi vera búin að breiða úr sér út um alla borg þrátt fyrir „loforð“ um annað.  Rigning hefði verið fyrirgefanleg en þetta þarfnast skoðunar.

     Einhverra hluta vegna leið mér í morgun eins og hulunni hefði verið svipt af mér, ég á berangri og jafnvel eftirlýstur.  Hvort draumfarir næturinnar hafi haft áhrif, dagdraumar jafnvel eða ólesin ævintýri veit ég ekki en ég þarf eitthvað að skoða þetta líka.

 

Njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Vetur konungur leit við rétt sem snöggvast til að tryggja að við gleymdum honum ekki.

Þú ert berdreyminn maður því það er rétt tilfinning sem þú hafðir í morgun... Þú ert eftirlýstur... og á berangri... Ég sá plakat á staur í Hafnarfirði í  morgun - þar sem stóð: .... Júdas er týndur! Finnandi vinsamlegast hafi samband við "stúlkuna" sem leitar hans...  Fundarlaunum heitið.

Láttu ævintýrin bera þig um stund... Það er svo gott líka að láta sig dreyma - því eins og ég segi... það tekur enginn draumana frá okkur.

Linda Lea Bogadóttir, 9.4.2008 kl. 11:00

2 identicon

...er að skrifa mig inn í ævintýri..kannski.....njóttu dagsins

múmínstelpan (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: Júdas

Úff Linda.  Ég er búinn að keyra út um allan Hafnarfjörð og finn ekki þennan staur........einhver kona hefur klárlega rifið það niður og ætlar sér að finna mig.     

 Múmínstelpa,  þú ert auðvitað innskrifuð..........tókst þú niður plakatið?

Júdas, 9.4.2008 kl. 20:46

4 identicon

Vonandi hefur dagurinn verið góður og kútur hressari.

Ragga (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:59

5 Smámynd: Júdas

Takk fyrir það Ragga mín.  Hann er allur að braggast.

Júdas, 9.4.2008 kl. 21:39

6 Smámynd: Fiðrildi

. . . mér sýnist múmínstelpan færa smá fjör í múmíndalinn, jafnvel með endurkomu "Hufsu"  (ég kann bara múmínsögurnar á norsku  )

Fiðrildi, 10.4.2008 kl. 10:25

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ hvað þið eruð yndisleg

Sporðdrekinn, 10.4.2008 kl. 13:11

8 identicon

..eitt silkimjúkt múminspor...

múmínstelpan (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:13

9 Smámynd: Brattur

... þú talar oft um "gamla manninn" þegar þú talar um þig... hef þó á tilfinningunni að þú sért unglamb með góðan smekk á ljóðum...  góðar kveðjur til ykkar strákanna...

Brattur, 10.4.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 48606

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband