16.4.2008 | 23:24
Björt og óvænt skuggaskil
Þetta er ein af þessum vikum sem þakklæti gagntekur mig. Þakka þetta og þakka hitt. Þakka gott og þakka slæmt. Það virðist svo oft vera þannig að það slæma verður aðeins stökkpallur til þess góða. Maður klöngrast yfir það stórgrýtt íklæddur von og þegar maður snýr sér við er þetta varla hindrun og maður skilur varla hvað það var sem vafðist fyrir manni. Gleymum samt ekki að þakka því þakklætið gæti verið lykillinn að þessu og vanþakklætið því stærsta hindrunin og erfiðasti þröskuldurinn í lífi okkar. Ekkert er sjálfsagt, ekkert er gefið, ekkert er ókeypis en sumt hefur verið verði keypt og því ber að þakka.
Ég hef þakkað alla vikuna, meðal annars fyrir eldri kútinn minn. Hvernig má það vera? Hann gekk um og féll. Á að þakka fyrir fallið? Á að þakka fyrir mistökin? Á að þakka fyrir brestina? Á að þakka fyrir þolleysið? Á að þakka fyrir ístöðuleysið?
Það gekk hratt fyrir sig- Það voru lítil mistök- Hann sá að sér-Hann snéri við- Hann lét vita- Hann slapp vel-Honum líður betur-Hann er bjartsýnn- Hann er reynslunni ríkari, Hann styrkist- Hann lærirÞað ber að þakka fyrir það-Það ber að þakka fyrir allt.
Ó, undur lífs, er á um skeið
að auðnast þeim, sem dauðans beið--
að finna gróa gras við il
og gleði í hjarta að vera til.
Hve björt og óvænt skuggaskil!
Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr.
Mér skilst, hver lífsins gjöf er dýr
--að mega fagna fleygri tíð
við fuglasöng í morgunhlíð
og tíbrá ljóss um loftin víð.
Og gamaltroðna gatan mín
í geislaljóma nýjum skín.
Ég lýt að blómi í lágum reit
og les þar tákn og fyrir heit
þess dags, er ekkert auga leit.
Ég svara, Drottinn, þökk sé þér!
Af þínu ljósi skugginn er
vor veröld öll, vort verk, vor þrá
að vinna þér til lofs sem má
þá stund, er fögur hverfur hjá.
Þorsteinn Vald
Þakka ykkur kæru vinir!
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dásamlegt - Þ.V. er bara þvílíkur meistari... Ég þakka líka, vegna þess hvað ég hef alltaf verið heppin, þrátt fyrir allt mótlætið... það hefur bara gert mig sterkari. Guð veri með ykkur - "kútaþrenningunni" og gefi ykkur styrk xxx
Edda (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:09
Sæll enn á ný. Mikið rétt. Maður á að þakka fyrir sig og það sem lífið gefur manni. Eins það sem það hefur uppá að bjóða. Því ef við þökkum ekki fyrir það í dag gæti það orðið of seint að þakka það.
Þakka þér fyrir þitt gefandi blogg það fær mann til að þakka svo margt og virða enn meira lífið sem maður á. Knús til þín "kútur"
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:13
Þetta er svo innilega satt og rétt og fallegt hjá þér og eitt af því sem ég vil til dæmis þakka fyrir, er að þú skulir skrifa hérna
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 07:13
....fallegt og nærði sálina. Gangi ykkur vel. Múmínstelpan
múmínstelpan (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 09:47
Takk elskurnar, ég er líka þakklátur fyrir ykkur og þá bloggvini og alla sem enn eiga eftir að kommenta eða jafnvel bara lesa....
Júdas, 17.4.2008 kl. 10:19
Fallega orðað og hittir beint í hjartastað:
Maður klöngrast yfir það stórgrýtt íklæddur von og þegar maður snýr sér við er þetta varla hindrun og maður skilur varla hvað það var sem vafðist fyrir manni. Gleymum samt ekki að þakka því þakklætið gæti verið lykillinn að þessu og vanþakklætið því stærsta hindrunin og erfiðasti þröskuldurinn í lífi okkar.
Ég þakka fyrir mig og er þakklát fyrir að hafa uppgötvað þig
Ein-stök, 17.4.2008 kl. 13:16
..það er frábært að lesa skrifin þín Júdas..þú gefur svo mörgu fólki jákvæðan innblástur ..skrifar svo fallega um hversdagsleg viðfangsefni og glæðir þau tilfinningu sem auðveldlega skilar sér á blogginu þínu...
takk fyrir og kveðja í "kútaland"
Guðný Bjarna, 17.4.2008 kl. 19:55
Bara fallegt og satt - óska ykkur alls hins besta.
Anna, 18.4.2008 kl. 08:53
Takk fyrir þetta Júdas! Salka er sérstaklega þakklát fyrir ljóð Þorsteins sem þú valdir með þessari færslu.
Njóttu helgarinnar
Salka (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 17:21
ég eins og fleiri þakka þér fyrir að blogga því þetta er snilld að lesa og gaman að fá að fylgjast með ykkur kútunum hvort sem er hras eða hrós
Rebbý, 18.4.2008 kl. 18:29
Vona að ykkur kútafeðgum líði vel. Hugsa til ykkar og óska þess að þið eigið góða helgi
Ein-stök, 18.4.2008 kl. 22:22
Góða helgi kæri minn
Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 22:51
Góðan daginn gæskur
Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.