Við hjarta míns innstu rætur

     Hann gat ekki verið betri sumardagurinn fyrsti.  Regndropar féllu og þegar þeir fyrstu féllu á rúðurnar hjá mér fylltist ég ólýsanlegri gleði.  Þannig er vorið og án regns er ekkert vor.  Loftið verður hreint og tært og ljósbrotin í dropunum engu lík.

     Unglingskúturinn minn kom heim í gær með ný strauma og nýjar vonir.  Háleit markmið og greinilegt að hann fékk það sem hann vildi og þurfti.  Ég fékk tár í augun þegar ég sótti hann og sá hann standa í vegakantinum með tösku eins og í amerískri bíómynd.  Einn með tösku og eitthvað svo berskjaldaður.  „Pabbi,  ég tek bara einn dag í einu, þú veist það!  Ég er bara fæddur svona! „   „Nákvæmlega vinur.“  Hann er góður strákur og í raun hafa aldrei verið vandræði með hann.  Hann hefur alla tíð virt útivistartíma, alltaf svarað mér í síma, aldrei tekið það sem hann á ekki,  alltaf verið mjög samúðarfullur og samviskan mjög sterk.   Allaf þurft að tala um alla hluti, hugrenningar sýnar, langanir og meira að segja trúað mér gömlum manninum fyrir vandamálum sínum tengdum „kvennamálum“ og áhyggjum þeim tengdum.  Minn er góður í því.  Hann er yndislegur.

     Litli kútur kom til okkar í gær og þá hafði ég ekki séð hann í nokkra daga sem er mjög sjaldgæft.  Orðaforðinn hafði aukist rosalega og hann stækkar svo ört.  Kútarnir voru einir heima í gærkvöldi og þegar ég kom heim lágu þeir í faðmlögum og sváfu.

Við munum standa saman í blíðu og stríðu og þrír erum við  sterkari!  Við erum greinar á sterkum stofni samvisku okkar og við vitum hvar rætur okkar liggja.  Við þökkum Guði.

 

 

Þú færðir mér litla græna grein

með geislandi hvítum blómum.

Þá brosti vorsól og við mér skein

en veröldin fylltist hljómum.

 

Þótt laufin féllu og fölnuðu blóm -

ég finn um koldimmar nætur -

ilm þeirra höfgan-sem helgidóm

við hjarta míns innstu rætur.

 

Og þannig lifir mín ljósa þrá

lauguð vitund þinni-

síðan ég greinina fékk þér frá

forðum - í draumsýn minni

 

Steingerður Guðm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Stundum veit ég ekki hvort ég á að gráta eða brosa eftir lestur pistla þinna. Þú hrærir alveg í tilfinninga pottinum.

Ég sendi þrjú sumar knús yfir hafið, skiptið þeim jafnt á milli

Sporðdrekinn, 25.4.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þrír heppnir kútar, þeir að hafa akkurat þig af öllum pöbbum og þú að hafa þá

Jónína Dúadóttir, 25.4.2008 kl. 05:45

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Falleg er hún... myndin ykkar Gleðilegt sumar - aftur - til þin og þinna.

Linda Lea Bogadóttir, 25.4.2008 kl. 08:00

4 identicon

Gleðilegt knús sumar og alltaf er jafn yndislegt að lesa pistlana þína. Knús og kreist og kossar í viðbót til ykkar Kútar.

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:22

5 identicon

Tja ekki kemur mér það á óvart að unglingskúturinn sjái vin í þessum líka fína pabba sínum og treystir honum fyrir hjartans málum. Þið eruð falleg fjölskylda þið kútar þið :)

PS.

Drengurinn við gluggann hefur eitthvað tekið vaxtarkipp nýlega!

Nilla (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:02

6 Smámynd: Brattur

Gleðilegt sumar, Júdas...  þú ert lukkunnar pamfíll að eiga þessa gullmola, kútana þína... svo ertu bara helv... fínn sjálfur...

Það er svo gott að kvöldi dags, að leggjast á koddann og hugsa... "þessi dagur var yndislegur" ...þannig var sumardagurinn fyrsti hjá mér... algjört hunangsbað... og þá þakkar maður fyrir sig...

Brattur, 25.4.2008 kl. 12:49

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Heilræði dagsins til þín Júdas...
Horfðu á sólina koma upp. Dansaðu í hellirigningu. Vertu sú manneskja sem þig langar til að vera. Gerðu það sem þig hefur alltaf langað til að gera en gerðir ekki vegna þess að þú taldir þér trú um að þú værir of ungur, of gamall, of ríkur eða of fátækur. Búðu þig undir að lifa  lífinu lifandi og til fulls.

Linda Lea Bogadóttir, 25.4.2008 kl. 12:50

8 Smámynd: Rebbý

rosalega finnst mér við öll ríkari að eiga þig vísan hérna í bloggheiminum

yndislegur pistill og alveg veit ég að hjartað hefur tekið nokkra aukakippina við þessa sjón sem blasti við þér við heimkomuna - ómetanlegt að eiga svona kúta

Rebbý, 25.4.2008 kl. 18:09

9 Smámynd: Fiðrildi

Iss . . þið eruð ofurkútar.  Flott mynd ;) og gleðilegt sumar

Fiðrildi, 25.4.2008 kl. 22:07

10 Smámynd: Júdas

Takk fyrir kveðjurnar, falleg comment og ráðleggingar.

Mér finnst gaman að fá þau öll en er samt alltaf jafn hissa.  Ég meina þeir eru allir eins þessir pistlar enda fábrotið líf ólíkt því sem fram fer hjá mér á vígstöðvun vinnunnar.  Ég þakka ykkur líka fyrir að vera vinir mínir þrátt fyrir nafnleyndina og ég neyta því ekki að það særir mig svolítið þessi umræða öll um að það eigi að berja á okkur nafnleysingjunum og það að tilveruréttur okkar sé enginn hér í Bloggheimum.  Ég veit ekki til þess að ég hafi sært nokkurn mann ennþá.

 En, takk aftur fyrir kveðjurnar og vináttuna.

Júdas, 26.4.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 48606

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband