7.5.2008 | 08:23
Er það hans Akkilesarhæll að líkjast pabba sínum?
Síminn hringdi og dapur eldri kútur var á línunni. Depurðin og svartsýnin var algjör, pabbi, hvað er að mér? Af hverju get ég ekki verið glaður eins og þú? Gamli maðurinn skellti aftur tölvunni, farinn og spólaði út í umferðina. Nokkrum mínútum síðar sátum við kútafeðgar við eldhúsborðið og skeggræddum allar hliðar lífsins. Baráttuna, tilganginn, myrkrið, ljósið, dagrenninguna og hjálpina sem væri alltaf innan handar. Við sátum þarna við borðið í nærri tvo tíma og á eftir var ekki að sjá annað en að dökkur drunginn væri á bak og burt og gleðin og vonin væri tekin við. Þessi vinur er bara spegilmynd pabba síns. Samviskan stór og þung en ljós hans á öllum vegum og það ekki af tilviljun. Hann var reiður við sig og ósáttur, fannst hann gera alla hluti rangt, fannst hann lofa sér þessu og hinu en ekki standa við það, setti sér takmörk en færi ekki eftir þeim, alltaf að svíkja sig, alltaf að svíkja eigin loforð og það sem hann gerði rétt gerði hann ekki nógu vel. Af hverju er ég svona pabbi? Af hverju er ég ekki eins og þú? Veistu það vinur-Þú ert eins og ég? Meira að segja allt of líkur mér. Það er bara lítill Júdas í okkur öllum sem gerir okkur mannleg og það er þess vegna sem við þurfum á Honum að halda og stuðningi hvors annars! Við megum bara aldrei gefast upp og verðum að muna eftir því að rifja upp góðu stundirnar þegar illa viðrar, og stefna á þær aftur. Í miðju samtalinu sagði þessi yndislegi, hjartahlýi vinur: Ég vildi að það færi að rigna!! og ég gat ekki annað en hlegið................Það er alltaf svo gott að tala við þig pabbi, þú ert algjör sálfræðingur.
Hann ljómaði í gær og hann ljómaði í morgun. Drunginn yfirstaðinn, gleðin og vonin allsráðandi. Það verður ekki dregið í efa að litli Júdas líkist þeim stóra, hugsar mikið, veltir hlutunum mikið fyrir sér og telur sig alltaf geta gert betur. Þeir sem þekkja Júdas af blogglestri gætu talið það Akkilesarhæl kútsins að líkjast föður sínum en sjálfur veit ég að sú sterka samviska sem okkur var blásin í brjóst og trúin á Guð sé það ljós sem lýsir okkur daga og nætur, í gleði og sorg, í von og vonleysi og leiðir okkur til þeirrar værðar sem við leitum.
Hvort litli kútur sé þessum hæfileikum gæddur er of snemmt að segja til um en flest í fari hans minnir mig á þann eldri þegar hann var á sama aldri. Ef til vill verður hann gjörólíkur okkur og búið að sníða af honum helstu galla eldri árgerða og það gæti verið þakkarvert. Við treystum Almættinu í þeim málum.
Dagurinn er fallegur og verður það hvernig sem viðrar. Við ráðum ekki veðrinu en við getum haft áhrif á þá storma sem blása hið innra svo njótið dagsins.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núna táraðist ég og það kemur ekki oft fyrirÞessir kútar sem þarna er lýst, eru góðir menn og heiðarlegir, það leynir sér ekkert, en þeir mættu sýna sjálfum sér meira umburðarlyndi og mátulegan slaka, eins og þeir sýna öllu öðru í kringum sig
Hlýtt faðmlag til ykkar beggja inn í góðan dag
Jónína Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 09:05
trúin á ljósið sem lýsir hverjum manni er dýrmæt gjöf ...og mér sýnist að þið feðgakútar hafið þegið hana...... já ef maður trúir að "ljósið komi" er vonin til staðar
bendi þér á að kíkja á þennan link: http://tru.is/postilla/2008/5/i-otta-elskunnar
eigðu góðan dag
Guðný Bjarna, 7.5.2008 kl. 09:39
Þið eruð kútar í útrýmingarhættu. Knús og klemm á ykkur þið eruð yndi.
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:47
Enn og aftur brosi ég blítt, verð mjúk að innan og fæ tár í augu. Þið eruð svo fallegir feðgar og það eru skrif þín líka.
Knús frá Sporðdreka til ykkar
Sporðdrekinn, 7.5.2008 kl. 12:54
Þú getur verið stoltur af honum og mundu að láta hann vita af því. Fallegt og einlægt
Fiðrildi, 7.5.2008 kl. 15:55
...vá!
múmínstelpan (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:45
lít upp til þín í öllum þínum ófullkomleika og vona að ég verði eins klár í mínum
Rebbý, 7.5.2008 kl. 21:55
Kær kv. E
Edda (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:19
Svei mér þá ef við erum ekki eitthvað andlega skyld, ég og þið kútafeðgar. Það sem Jónína sagði er eitthvað sem ég fæ að heyra ansi oft. "Reyndu nú að vera ekki svona kröfuhörð og tilætlunarsöm við sjálfa þig. Þú ert ekki þannig við neinn annan!" Frábært að lesa um samband þitt við kútana þína báða. Ég vona að ég eigi eftir að eiga vináttu og trúað minna barna þegar þau komast á unglingsárin - líkt og þú hefur.
Til hamingju með að eiga hvern annan að
Ein-stök, 8.5.2008 kl. 18:38
Ég á nú erfitt með að trúa því að járnfrúin vinkona mín tárist..........og þó!
Ég fór á þennan vef og setti bókamerkti hann til seinni tíma, takk Guðný.
Hver veit nema við séum skyld kæra Ein og kannski náskyld. Guð einn veit.
Þakka ykkur fyrir þessu fallegu komment.
Júdas, 9.5.2008 kl. 07:44
Góðan daginn Júdas minnEr ég þessi járnfrú sem þú ert að nefna hérna?
Jónína Dúadóttir, 9.5.2008 kl. 07:49
Ég er búin að fara yfir alla ættartöluna í huganum en finnst enginn passa við lýsinguna á þér. Bara ef ég horfi til kútanna þá passar það ekki við neinn sem ég þekki í fjölskyldunni. Kannski er einhver maðkur í mysunni einhvers staðar?? Væri annars afskaplega stolt af því að vera skyldmenni þitt
Ein-stök, 9.5.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.