Þungir armar

     Áskoranir eru það sem við þurfum.  Verkefni eru það sem við nærumst á .  Að hafa eitthvað fyrir stafni gleður.  Það að sinna kútunum fyllir mig orku og án þeirra verð ég eirðarlaus og latur.  Get ekki setið, ráfa um  og get jafnvel ekki lesið.  Handleggirnir verða þungir og skrefin þung.  Stingur í brjósti og allir hlutir vaxa í augum.

 

Breiddu arma þína

móti straumnum

Opna faðm þinn

 

Er þú ert byrðum þínum sviptur

og þeir fjarri er þú fagnaðir

verða armar þínir þungir

 

Bið þess þá

þér fallist ekki hendur

 

Þóra Jónsdóttir

 

     Við stjórnum þessu furðu mikið og höfum þennan möguleika í myndinni.  Við biðjum um styrk.

Biðjum þess að okkur fallist ekki hendur.

 

Góða nótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ein-stök

Knús á kútapabba

Ein-stök, 22.5.2008 kl. 00:11

2 identicon

Sæll og takk fyrir að gerast bloggvinur.  Ég finn voða mikið til með þér, þegar ég les færslurnar þínar :( 

alva (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag elskulegur

Jónína Dúadóttir, 22.5.2008 kl. 05:42

4 Smámynd: Júdas

Finnur til með mér Alva??   Af hverju?  Ég á ekki bágt eitt augnablik!!  Í Guðsbænum farðu nú ekki að fá samúð með mér.  Einmanaleikinn hefur vikið fyrir vorinu og tveir heilbrigðir kútar.......þú ættir að öfunda mig  .  Svo er ég líka fjall-myndarlegur....................Ljóðin eru bara til umhugsunar!

Minni samt á söfnunarreikning fyrir meðalljóta einstæða einmana feður í sjálfsvorkun 236-26-34454

Júdas, 22.5.2008 kl. 07:43

5 Smámynd: Rebbý

ekki til vorkunnarbeiðni í færslunum þínum, ég öfunda þig bara af kútunum þínum og þeim af pabbanum ..... yndislegir allir 3 og alltaf gaman að kíkja hvað sé að gerast.
gott að vorið er tekið við af einmannleikanum

Rebbý, 22.5.2008 kl. 08:49

6 Smámynd: Guðný Bjarna

...bara fallegt....."kútaheimilið"  ...það er eitthvað svo eðlilegur og góður andi þar...

... eigið góðan dag

Guðný Bjarna, 22.5.2008 kl. 10:43

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Búin að leggja inn á "söfnunarreikinginn fyrir meðalljóta einmana feður í sjálfsvorkunn"Þú ert frábær

Jónína Dúadóttir, 22.5.2008 kl. 12:20

8 identicon

Ohh... ég reyni og reyni að leggja inn  á þennan reikning en er alltaf beðin um kennitölu eiganda reikningsins!!!! Tómt vesen : ) Jæja engan aurinn færðu frá mér í dag : ) en færð þábbara fiðrildin fín og falleg : )

Nilla (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:17

9 Smámynd: Júdas

Æ, takk elskurnar.  Ég var kannski full grimmur en ég vil ekki einu sinni láta vorkenna mér í svörtustu sjálfsvorkunn!  Ég er glaður og hamingjusamur að upplagi og einn svartur vetur vegna sambúðaslita á fjögurra og níu ára fresti er ekki svo sláandi 

Skil ekki þetta með kennitöluna.  Spurning um að fletta í 2000 ára gömlum skrám........

Júdas, 22.5.2008 kl. 17:56

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Eina innlegið sem að þú færð frá mér er knús  og góðir straumar  Það þarf enga kennitölu til að leggja þetta inn og ætti þetta því að vera komið inn á sálarreikninginn þinn

Sporðdrekinn, 22.5.2008 kl. 19:23

11 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þú ert kostulegur... Commentin eru orðin jafn skemmtileg lesning og færslurnar sjálfar.

Ég er búin að leggja inn... lagði inn 1 kg af bjartsýni  og 3 kg af gleði. Lagði líka inn 250 kr. svo þú komist með strætó inn í Hafnarfjörð - því þar er gott að kasta af sér eirðarleysi og leti.

Linda Lea Bogadóttir, 22.5.2008 kl. 22:19

12 identicon

He, he, góður.... ég held barasta bestur   K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband