Furðuleg fötlun!

   Það var stoltur maður sem stóð fyrir framan háþrýstiþvegna girðinguna kl 23 að staðartíma og virti fyrir sér meistaraverkið.  Búinn að vera stanslaust að í fjóra klukkutíma í rigningunni og steinveggurinn nánast tilbúinn undir málningu.  Þá var bara eftir að verka upp skítinn og sópa stéttarnar en út úr húsi vippaði eldri kúturinn sér með kústinn og setti punktinn yfir i-ið.   Og nágranninn..........ha......hvar var hann núna.  Hangandi inni með báðar hendur á pu.......púðanum og greinilega einn af þeim sem getur ekki unnið í rigningu.  Furðuleg fötlun það eða bara rigningarverkkvíði sem fær hann til að vinna bara í sól og sumaryl en hanga inni eins og lúpa þegar hann rignir.  Puhh,  svona pissudúkkur!   Við kútafeðgar látum ekkert stöðva okkur ........nema leti en það er líka það eina.   Garðurinn verður svo tekinn með álíka áhlaup næst þegar verðrið verður “slæmt“  og þá helst í roki og  rigningu. 

     Í fyrrakvöld kom bað Unga konan mig um að  vera með kútinn eina nótt og var það þegið með þökkum.  Ofurþreyttur vafði hann sig um hálsinn á mér og vildi hvergi annarsstaðar vera sama hvernig ég reyndi að hrista hann af mér.  Á endanum varð ég að fara í sturtu með hann hangandi á mér og fara svo í rúmið með honum líka því hann var svo lítill.  Allt í einu spratt hann upp úr rúminu og hljóp fram.  Eitthvað hafði vantað, sennilega tuskudýrin og hann hlaupinn að sækja þau.  Það var bolti sem hann kom með til baka  og vildi taka með sér í rúmið.  Ég nöldraði og sagði honum að við færum ekki með bolta í rúmið en hann var ekki á því að gefa sig.  Breiddi yfir hann eins og um bangsa væri að ræða og kyssti hann síðan góða nótt.  ja hérna.  Hvað verður það næst.  Reiðhjólið líklegast!

 

     Framundan er nóttin, kærkomin og sefandi og síðan fallegur dagur, jafnvel rigning ef Guð lofar.  Dagur tækifæra og dagur nýrra spora ef Guð lofar.  Dagur upplifana og dagur uppgötvana ef Guð lofar.  Dagur væntinga og dagur drauma ef Guð lofar.  Dagur værðar og dagur vonar ef þú vilt það sjálfur.

 

Njótið!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég hef aldrei skilið fólk sem fílar ekki rigningu. Rigningin finnst mér þó best þegar að ég er í sveitinni. Ilmurinn af blautum jarðvegi og plöntum, hrein náttúra ég ELSKA það!

Fallegur endir á skemtilegu bloggi.

Sporðdrekinn, 21.5.2008 kl. 01:34

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Nei bíddu þetta kom vitlaust út er það ekki? Þú ert væntalega ekki hættur að blogga!

Þetta er fallegur endir á skemtilegri færslu!

Já þetta hljómar betur!

Sporðdrekinn, 21.5.2008 kl. 01:36

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn Júdas minnÞið feðgar eruð sko greinilega engar fatlaðar  pissudúkkurTil hamingju með afrekið og árangurinn, það kæmist nú lítið í verk hérna á minni lóð ef það ætti bara að vinna á rigningarlausu dögunum

Jónína Dúadóttir, 21.5.2008 kl. 07:14

4 Smámynd: Rebbý

Dagurinn minn byrjaði alveg á afturfótunum, en nú er allt orðið glæsilegt á ný eftir lesturinn .... takk enn og aftur fyrir skemmtilega lesningu

Rebbý, 21.5.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Anna

Dugnaður !! - Sætt þetta með boltann hjá  snáðanum.  Litlar manneskjur hafa oftar en ekki ákveðnar skoðanir og sterkan vilja til að verja þær 

Anna, 22.5.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 48634

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband